Fara í efni

SAMSTAÐA UM MANNRÉTTINDI – STEINAR OG SAMEYKI

Það yljar um hjartarætur að finna fyrir vaxandi samstöðu til varnar réttindum launafólks. Ekki veitir af því augljóst er að sótt er að þessum réttindum úr ýmsum áttum.

Tvö dæmi um sókn og vörn

Í fyrsta lagi er á döfinni að skerða rétt til atvinnuleysisbóta eins og fram kemur í grein Steinars Harðarsonar hér á síðunni. Í grein hans segir: "Uppi eru áform um að stytta tímabil atvinnuleysistrygginga um eitt ár, úr 30 mánuðum niður í 18 mánuði. Það stendur einnig til að skerða réttindin til atvinnuleysisbóta og lengja starfstímann sem skapar rétt til bóta. Röksemdir ráðherra félagsmála eru helstar þær að með styttingu ... Getur verið að störfum fjölgi ef tímabil atvinnuleysisbóta er stytt? Eða eru mögulega önnur sjónarmið til grundvallar þessum áætlunum?"
Í öðru lagi stendur nú fyrir dyrum að nema á brott úr lögum um ríkisstarfsmenn skyldu stjórnenda til þess að veita launamanni rétt til að bera hönd fyrir höfuð sér sé ætlunin að reka hann úr starfi vegna þess að hann hafi unnið sér eitthvað til óhelgi á vinnustað. Um þetta málefni var efnt til málþings á vegum Úlfljóts, tímarits laganema í síðustu viku. Sameyki fjallar um málþingið hér og vísar meðal annars í mín orð þar.

Hér er slóð á grein Steinars Harðarsonar: https://www.ogmundur.is/is/frjalsir-pennar/sott-ad-hagsmunum-atvinnulausra
Hér er slóð á frétt Sameykis: https://www.sameyki.is/frettir/stok-frett/2025/10/27/Aras-a-rettindi-launafolks-Ogmundur-Jonasson-gagnrynir-aform-um-afnam-aminningarskyldu/

 

---------------------

Athygli er vakin á því að hægt er að gerast áskrifandi að fréttabréfi þessarar heimasíðu á slóð sem hér er að finna: https://www.ogmundur.is/
Fréttabréfið er sent aðeins endrum og eins til áskrifenda þeim að kostnaðarlausu að sjálfsögðu.
Here you can subscribe to a newsletter from this homepage, free of charge of course: https://www.ogmundur.is/

(Ábending: Margir þeirra sem hafa viljað skrá sig á útsendingarlista fréttabréfsins hafa orðið fyrir því að fá ekkert viðbragð eftir skráningu. Skýringin hefur oftar en ekki verið sú pósturinn hefur hafnað í ruslpósti. Fólk gæti að þessu.

To be taken note of: Sometime people who have wanted to subscribe to the news-letter (by pressing skrá netfang and by then giving their e-mail, netfangið þitt) have not got any confirmation. Ususally this is because the reply has been dirceted to the trash bin. Be aware of this.)