Fara í efni

RÆTT UM RANGLÆTI OG RÉTTLÆTI, ÞÖGGUN OG OPNA UMRÆÐU Á BYLGJUNNI

Þau Heimir Karlsson og Lilja Katrín tóku vel á móti mér Í Bítið á Bylgjunni í morgun til að gefa mér kost á því að segja frá fundi og bíósýningu sem ég stend fyrir ásamt Bíó Paradís og Samstöðinni um Guantanamó, Wikileaks og fleira sem tengist ranglæti og þöggun. Allt þetta ræddum við í morgunsárið hér: https://www.visir.is/k/f9f85dc3-7f90-41ff-9934-a414ef1da779-1709798313234/bitid-sat-saklaus-i-guantanamo-i-14-ar
Það skiptir eki litlu máli að fjölmiðlar segi frá viðburðum af þessu tagi því hvergi eru þeir auglýstir nema náttúrlega á samfealgsmiðlum, en vel að merkja, ekki eru allir tengdir þeim.

Ég vek athygli á að hægt er að gerast áskrifandi að fréttabréfi þessarar heimasíðu á slóð sem hér er að finna: https://www.ogmundur.is/
Fréttabréfið er sent aðeins endrum og eins til áskrifenda þeim að kostnaðarlausu að sjálfsögðu.