Fara í efni

RÆTT UM ESB AÐILD, FULLVELDI ESB OG VÍGVÆÐINGU ESB

 

Í spjalli okkar Þorsteins Pálssonar, fyrrum formanns Sjálfstæðisflokksins, núverandi talsmann Viðreisnar, við þá Egilssyni Gunnar Smára og Sigurjón, á Samstöðinni í dag, kom fram að alla fyrirsögnina eins og hún leggur sig styður Þorsteinn.

Þorsteinn Pálsson talar frá hægri, telur markaðsvæðingu samfélagsins hafa verið lyftistöng þess og svo verði áfram ef við aðeins berum gæfu til að halda hópinn með markaðsöflunum.
Ég tala frá vinstri og tel þetta vera feigðarflan og og grafa undan samfélagslegum innviðum. Þá muni vígvæðingin skræla velferðarkerfin og sé sorglegt ef farið verði að vilja hergagnaiðnaðarins og þjóna hans.

Við vorum sem sagt á öndverðum meiði. Þorsteinn vildi sem von var skýra sjónarmið sín sem ítarlegast. Það vildi ég líka en held jafnvel að mér hafi tekist að gera það í heldur knappara máli en Þorsteinn.

En hér er samræðan: https://www.youtube.com/watch?v=DQd23NsrcQ8

--------------------

Athygli er vakin á því að hægt er að gerast áskrifandi að fréttabréfi þessarar heimasíðu á slóð sem hér er að finna: https://www.ogmundur.is/
Fréttabréfið er sent aðeins endrum og eins til áskrifenda þeim að kostnaðarlausu að sjálfsögðu.
Here you can subscribe to a newsletter from this homepage, free of charge of course: https://www.ogmundur.is/

(Ábending: Margir þeirra sem hafa viljað skrá sig á útsendingarlista fréttabréfsins hafa orðið fyrir því að fá ekkert viðbragð eftir skráningu. Skýringin hefur oftar en ekki verið sú pósturinn hefur hafnað í ruslpósti. Fólk gæti að þessu.

To be taken note of: Sometime people who have wanted to subscribe to the news-letter (by pressing skrá netfang and by then giving their e-mail, netfangið þitt) have not got any confirmation. Ususally this is because the reply has been dirceted to the trash bin. Be aware of this.)