Fara í efni

NÚ REYNIR Á LÍFEYRISSJÓÐINA – OKKAR!

Hagkaup hefur sem kunnugt er ákveðið að hefja ólöglega áfengissölu vegna þess að forsvarsmenn fyrirækisisns hafa ákveðið að bíða ekki lengur eftir því að Alþingi geri slíka sölu löglega.

Á því hefur staðið vegna þess að forvarnarsamtök, lýðheilsusamtök, heilbrigðisstéttir, Alþjóðaheilbrigðisstofnnin – og nú heilbrigðisráðherra landsins, mælast eindregið til þess að svo verði ekki gert.

En hver er ábyrgð eigenda þegar stjórnendur verslunarkeðja á borð við Hagkaup virða ekki landslög og ganga gegn samþykktri lýðheilsustefnu?

Í upplýsandi greinum (sjá slóðir hér að neðan) eftir Björn Sævar Einarsson, formann IOGT á Íslandi, kemur m.a. eftirfarandi fram:

«Þar væri nærtækast að hugsa til Haga sem reka Hagkaup og Bónus. Hagar eru í eigu lífeyrissjóða okkar. Stærstu hluthafar Haga eru Gildi-lífeyrissjóður með 18,54%, LSR A-deild 11,17%, LV 10,37%, Brú Lífeyrissjóður 9,04%, Kaldbakur fjárfestingafélag 7,77%, Birta lífeyrissjóður 7,54%, Festa-lífeyrissjóður 4,54% og Stapi-lífeyrissjóður 3,22% en aðrir lífeyrissjóðir og hluthafar minna. «

Föstudaginn 30. maí er aðalafundur Haga, eigenda Hagkaupa. Hvað gerist þar?
Greinar Björns Sævars er hægt að nálgast hér. Vert er að kynna sér efni þeirra:

https://www.visir.is/g/20242572116d/dadrad-vid-solu

https://www.visir.is/g/20242576232d/opid-bref-til-stjornarformanns-gildis

Athygli er vakin á því að hægt er að gerast áskrifandi að fréttabréfi þessarar heimasíðu á slóð sem hér er að finna: https://www.ogmundur.is/
Fréttabréfið er sent aðeins endrum og eins til áskrifenda þeim að kostnaðarlausu að sjálfsögðu.