Fara í efni

NATÓ VIÐ RAUÐA BORÐIÐ

Í gær, hinn fjórða apríl, voru 75 ár liðin frá því að NATÓ var formlega stofnað. Nokkrum dögum fyrr, 30. mars árið 1949, voru 75 ár liðin frá því að hvítliðar og lögregla réðust á fólk sem safnast hafði saman á Austuvelli til að mótmæla innlimun Íslands í hernaðarbandalagið sem nú var að verða til. Mönnum var heitt í hamsi eðli máls samkvæmt enda verið að taka örlagaríkar ákvarðanir á ólýðræðislegan hátt. Þjóðin var aldrei spurð!

Í kjölfarið var á þriðja tug manna dregnir fyrir dóm fyrir að hafa leyft sér að mótmæla geræðinu. Tuttugu einstaklingar voru dæmdir í fangelsi og/eða missis kosningaréttar og kjörgengis.

Ríkisútvarpið fagnaði afmæli NATÓ strax í morgunsárið en Samstöðin bauð mér að Rauða umræðuborðinu síðdegis til að minnast atburðanna sem tengdust stofnun NATÓ og ræða jafnframt líðandi stund.
Engin afmæliskaka var á borði Gunnars Smára þegar við hófum spjall okkar enda þótti hvorugum hygg ég tilefni til veisluhalda.

Hér er þátturinn: https://www.youtube.com/watch?v=No0G7r3zbqE

Athygli er vakin á því að hægt er að gerast áskrifandi að fréttabréfi þessarar heimasíðu á slóð sem hér er að finna: https://www.ogmundur.is/
Fréttabréfið er sent aðeins endrum og eins til áskrifenda þeim að kostnaðarlausu að sjálfsögðu.