LÖG EÐA REGLA?
Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins 05/06.07.25.
Þegar stofnað var til Sameinuðu þjóðanna í kjölfar heimsstyrjaldarinnar síðari var hugmyndin sú að lög og regla yrðu ekki með öllu aðskilin. Hugmyndin var nefnilega sú að Sameinuðu þjóðirnar yrðu byggðar á alþjóðlegum lögum og reglum sem ríki heims kæmu sér saman um. Einnig var rætt um sameiginlegan her. Þá mætti segja að saman rynnu í eitt íslensku hugtökin lög og regla: lögregla. Gæslusveitir á vegum Sameinuðu þjóðanna urðu vissulega til en frá upphafi varð ljóst að öflugustu herveldin myndu aldrei gefa eftir spönn af eigin forræði yfir drápstólum og þeim sem þar héldu um gikkinn jafnvel þótt þeir bæru bláhjálma Sameinuðu þjóðanna.
Stórveldin gerðu með sér samkomulag um að setja sérstakt öryggisráð á laggirnar þar sem þau ein ættu fastafulltrúa. Öryggisráð Sþ væri ráðandi um allt er varðaði stríð og frið. Sú varð og niðurstaðan en í síðari tíð hafa ríki sem standa utan Öryggisráðsins viljað draga úr valdi þess en á móti auka vægi Allsherjarþingsins. Langt er í land að þau nái sínu fram. Og það sem verra er, alþjóðalög og alþjóðaréttur eiga nú svo mjög undir högg að sækja að framtíðin er óviss um allar þær hugsjónir sem Sameinuðu þjóðirnar voru reistar á, og ekki nóg með það, alþjóðlegum sáttmálum og stofnunum er nú sópað í ruslið hverri á fætur annarri.
Bandaríkin standa þar fremst í flokki og bandalagsþjóðir hlíta kalli þeirra eins og sauðahjörð smala sínum.
Sagan er löng og ofbeldi og yfirgangur aldrei fjarri. Árið 1815, eftir Napóleonsstríðin, komu fulltrúar sigursælla ríkja saman í Vínarborg til að sammælast um landamæri án þess að nokkrum þar kæmi til hugar að taka tillit til annars en hagsmuna valdhafa. Ekki batnaði það þegar stórveldi Evrópu efndu til samráðsfundar í Berlín 1884 til að sameinast um skiptingu Afríku: Við skulum ekki berjast innbyrðis, sameinumst um réttinn til þess að taka álfuna eignarhaldi og skipta henni í bróðerni!
Stofnun Sameinuðu þjóðanna var tilraun til þess að koma á fót alheimsstofnun sem stuðlaði að réttlæti í heiminum. Áður hafði Þjóðabandalagið verið stofnað eftir fyrri Heimstyrjöldina þar sem tugir milljóna manna höfðu verið drepnir auk eyðileggingar á bæði náttúru og manngerðum heimi. Aldrei aftur sögðu menn.
En svo varð aftur, aðeins tuttugu árum síðar. Þjóðabandalagið náði aldrei flugi og ástæðan eflaust sú að stærstu og frekustu herveldin töldu fyrirkomulagið ekki bjóða þeim upp á næg völd í bandalaginu. Öryggisráð Sþ var tilraun til málamiðlunar.
En nú er sem sagt komið á daginn að sú málamiðlun dugir ekki. Aðdragandinn er allnokkur. Undir síðustu aldamót sameinuðust nokkrir öfgamenn í samtökum sem nefndust Project for the New American Century. Þessum mönnum kom Bush yngri skipulega til áhrifa í forsetatíð sinni. Þeirra á meðal var Richard Perle. Hann varð lykilmaður í varnarmálaráðuneytinu, harður andstæðingur afvopnunarsamninga og sagðist myndi „þakka Guði fyrir dauða Sameinuðu þjóðanna“. Annar var John Bolton sem varð sendiherra hjá Sþ þótt hann hefði marglýst yfir fyrirlitningu sinni á heimssamtökunum; sagt þau í rauninni ekki vera til, en bætti við: „Þegar Bandaríkin stýra þá fylgja Sameinuðu þjóðirnar á eftir. Þegar það þjónar hagsmunum okkar að hafa þennan hátt á þá gerum við það.“
New American Century var ætlað að finna leiðir til þess að tryggja heimsyfirráð Bandaríkjanna: Alþjóðastofnanir ættu engu að ráða, engin alþjóðalög að gilda né alþjóðaréttur, engar Sameinuðu þjóðir eða stofnanir á þeirra vegum skyldu fá nokkru ráðið: Það gerum vér einir, setjum reglurnar, okkar reglur. Þetta er það sem á ensku nefnist rules-based world order í stað law-based order. Heimur stýrt með einhliða reglum í stað alþjóðalaga.
Allt er þetta að ganga eftir. Þegar innrásin var gerð í Írak árið 2003 lögðu bandarísk stjórnvöld mikið á sig til að sannfæra heiminn um réttmæti innrásarinnar, gereyðingarvopn voru sögð vera í Írak sem ógnuðu heimsbyggðinni.
Þegar Bandaríkjamenn gerðu nýlega árás á Íran þurfti enga lagalega réttlætingu. Trump forseti fyrirskipaði þetta einfaldlega. Íslenskir ráðherrar hneigðu sig og sögðu að Bandaríkjaforseti virtist ætla að geta komið á friði á milli Írans og Ísraels, myndi hann vera svo vænn að koma líka á friði á milli Ísraels og Palestínu. Árás á hans vegum á Íran var gleymd og grafin, stuðningurinn við þjóðarmorð á Gaza sömuleiðis. Greinilega var litið svo á að „sjarmörinn“ í Hvíta húsinu væri sá sem réði og ætti að ráða.
Bandaríkin eru búin að segja upp nánast öllum afvopnunarsamningum sem þau áttu aðild að og ofsækja alþjóðlegar stofnanir. Þannig eru dómarar Alþjóðaglæpadómstólsins beittir fjármálaþvingunum og hótað fangelsun þegar þeir dirfast að draga fyrir dóminn stríðsglæpamenn sem handgengnir eru stórveldinu.
Rutte, framkvæmdastjóri NATÓ fetar í fótspor forvera síns, Norðmannsins Stoltenbergs og beygir sig í duftið þannig að eftir er tekið. Og ríkisstjórn Íslands lýsir því yfir að hún hafi í bígerð að láta okkur skattgreiðendur fara að borga í þágu vígvæðingarí samræmi við fyrirskipanir þessara manna.
Varla verður þessu tekið þegjandi. Nema blóðið sé hætt að renna í Íslendingum.
Getur það verið?
LAW OR RULE?
When the UN was founded in the aftermath of World War II, the idea was that law and order would be in full harmony. The idea was that the United Nations would be based on international laws and rules that the world's states would agree on. There was also talk of an armed force. It could be said that the Icelandic terms, law (lög) and rule (regla), would then merge into one: lögregla (law and order/police). Indeed the UN Peacekeeping force was created, but from the beginning it was clear that the most powerful military powers would never relinquish their own authority over a military force operating internationally nor over those who wolud have their finger on the trigger in such a force, even if they wore a United Nations' blue helmet.
The superpowers agreed to set up a special council where they alone would have permanent representatives. The UN Security Council would be in charge of everything concerning war and peace. That is how it stands, but in recent times, states which are not represented in the Security Council have wanted to have its authority reduced while increasing the weight of the General Assembly. They do hoewer have a long way to go before they achieve their goal. And what is worse, international law and international rules are now under such severe attack that the future is uncertain for all the ideals on which the United Nations was founded, and not only that, international treaties and institutions are now being swept into the trash one after another.
The United States is here in the forefront and US allies obey the commnad from Washington like a flock of sheep follow their shepherd.
Domination has a long track-record and violence and aggression are never far away. In 1815, after the Napoleonic Wars, representatives of victorious states gathered in Vienna to agree on borders, without anyone ever giving the slightest thought to take into account anything other than the interests of the ruling forces. And improve did it not with colonialism; when the colonial powers of Europe convened in a conference in Berlin in 1884 to find a common stand on the division of Africa: Let us not fight among ourselves, let us unite for the right to take possession of the continent and divide it amongst us brothers!
The establishment of the United Nations was an attempt to establish a global institution that promoted justice in the world. Previously, the League of Nations had been established after the First World War, where tens of millions of people had been killed and both nature and the man-made world devasteded. Never again, people said.
But it happened again, only twenty years later. The League of Nations never took off, and the reason was undoubtedly that the largest and most arrogant military powers did not believe that the arrangement offered them enough authority in the alliance.
The UN Security Council was an attempt at compromise.
But now it has become clear that this compromise was not enough. The background is quite clear. Towards the turn of the last century, several extremists in the US united in an organization called the Project for the New American Century. These men were systematically given a voice in the aadmnistration during the presidency of George W. Bush. Among them was Richard Perle. He became a key figure in the Defense Department, a staunch opponent of disarmament treaties and said that he would “thank God for the death of the United Nations”. Another was John Bolton, who became ambassador to the UN despite having repeatedly expressed his contempt for the world organization; he had actually said that as a matter of fact the United Nations did not exist, but added: “When the United States leads, the United Nations will follow. When it serves our interests to do, we will do so.” ( fuller quotation: „There is no United Nations. There is an international community that occasionally can be led by the only real power left in the world, and that is the United States, when it suits our interest, and when we can get others to go along . . . The success of the United Nations during the Gulf War was not because the United Nations had suddenly become successful. It was because the United States, through President Bush, demonstrated what international leadership, international coalition building, international diplomacy is really all about . . . When the United States leads, the United Nations will follow. When it suits our interest to do, we will do so. When it does not suit our interest we will not." (Speaking at Global Structures Convocation, Washington, D.C., February 1994).
The New American Century was intended to find ways to ensure American global dominance: International organizations should have no say, no international law should apply, no international law should be enforced, no United Nations or its agencies should have any say: We do it alone, we set the rules, our rules. This is what is called a rules-based world order instead of a law-based order. A world governed by unilateral rules instead of agreed rules based on international law.
All of this is now coming into force. When the invasion of Iraq was carried out in 2003, the US government went to great lengths to convince the world of the legitimacy of the invasion, weapons of mass destruction were said to be in Iraq that threatened the rest of the world.
When the US recently attacked Iran, no legal justification was seen to be needed. President Trump simply ordered it. Icelandic ministers bowed and said that the US president seemed to be able to bring peace between Iran and Israel; would he be so kind as to bring peace between Israel and Palestine as well. His attack on Iran was forgotten and buried, as was his support for the genocide in Gaza. Apparently, the "charmer" in the White House was seen as the one who ruled and should rule.
The United States has terminated almost all disarmament agreements to which it was a party and is persecuting international institutions. Thus, judges of the International Criminal Court are being subjected to financial sanctions and threatened with imprisonment when they dare to bring to justice war criminals who are under the wings of the superpower.
Rutte, the Secretary General of NATO, is following in the footsteps of his predecessor, the Norwegian Stoltenberg, and is bowing in the dust for the world to see. And the Icelandic government declares that it is preparing to make us taxpayers pay for the militarization in accordance with the orders of these men.
This is unlikely to be taken in silence.
Unless the blood has stopped to flow in Icelanders.
Can that be so?
-----------
Athygli er vakin á því að hægt er að gerast áskrifandi að fréttabréfi þessarar heimasíðu á slóð sem hér er að finna: https://www.ogmundur.is/
Fréttabréfið er sent aðeins endrum og eins til áskrifenda þeim að kostnaðarlausu að sjálfsögðu.
Here you can subscribe to a newsletter from this homepage, free of charge of course: https://www.ogmundur.is/