Fara í efni

LJÚFIR TÓNAR Í SALNUM

ÖgTHO
ÖgTHO

Ástæða er til að vekja athygli á áhugaverðum tónleikum í Salnum í kvöld en þar koma fram gítarleikarinn Ögmundur Þór Jóhannesson og fiðluleikarinn Joaquín Páll Palomares.Um tónleikana má sjá nánar hér:
http://salurinn.is/default.asp?page_id=7502&event_id=10856
Tónleikarnir eru kenndir við Tónlistarhátíð unga fólksins. Leitt þykir mér að verða af þessum tónleikum, en undan skuldbindingu um að ræða við fulltrúa norskra fjármálastofnana og norskrar verkalýðshreyfingar í kvöld kemst ég
víst ekki - en það er önnur saga.

Ögmundi Þór hef ég fylgst með og stundum skrifað um glæsilegan feril þessa unga tónlistarmanns hér á heimasíðunni. Vefmiðillinn Smugan birti í vikunni viðtal við Ögmund þar sem fram kemur hve víðreist hann hefur
gert og hve vegur hans er vaxandi. Sjá nánar:
http://smugan.is/2012/08/68769/
Líf listamanna er ekki alltaf dans á rósum einkum þegar þeir þurfa að axla fjárhagslegar byrðar af ferðalögum og margvíslegum útlögðum kostnaði án þess að búa við stöðugar tekjur.

Það er hins vegar gleðiefni þegar ungu tónlistarfólki vegnar vel á hinu alþjóðlega sviði listanna og ástæða til að gefa því gaum þegar það kemur hingað til lands til að flytja okkur list sína. Þess vegna vek ég athygli á ágætu viðtali á Smugunni við Ögmund þór Jóhannesson og tónleikum hans og Joaquín P. Palomares í Salnum í Kópavogi.

Sjá fyrri skrif, m.a: https://www.ogmundur.is/is/greinar/ogmundarfelagid
https://www.ogmundur.is/is/greinar/maeli-med-salnum-i-dag-eftir-utifundinn-a-austurvelli