KLÚBBURINN GEYSIR MINNIR Á SIG
Það var Mannlegi þátturinn á Rás 1 undir stjórn þeirra Guðrúnar Gunnarsdóttur og Gunnars Hanssonar sem aðstoðaði Klúbbinn Geysi að minna á sig í lok síðustu viku en tilefnið var geðheilbrigðisdagurinn sem bar upp á föstudag.
Svona kynntu þáttastjórnendur viðmælendur sína:
“Í meira en tuttugu ár hefur Klúbburinn Geysir markað spor sín í geðheilbrigðismálum Íslendinga með því að bjóða einstaklingum með geðrænar áskoranir hlutverk, ábyrgð og tækifæri til þess að hafa stöðugleika í lífi sínu. Klúbburinn starfar eftir gagnreyndri hugmyndafræði Clubhouse International og er tilgangur hans að virkja félaga klúbbsins til þátttöku í samfélaginu. Benedikt Gestsson, aðstoðarframkvæmdastjóri klúbbsins, og Sigurður Guðmundsson, sem nýtir sér starfsemi Geysis, komu í þáttinn í dag í tilefni Alþjóðlega geðheilbrigðisdagsins sem er á morgun.”
Þetta er vel orðað.
Ég hef átt þess kost að fylgjast með Klúbbnum Geysi vegna stjórnarsetu þar um árabil og þekki þar af leiðandi til þess hve mörgu góðu hann hefur komið til leiðar.
Hér má nálgast umfjöllunina í Mannlega þættinum:
----------------------
Athygli er vakin á því að hægt er að gerast áskrifandi að fréttabréfi þessarar heimasíðu á slóð sem hér er að finna: https://www.ogmundur.is/
Fréttabréfið er sent aðeins endrum og eins til áskrifenda þeim að kostnaðarlausu að sjálfsögðu.
Here you can subscribe to a newsletter from this homepage, free of charge of course: https://www.ogmundur.is/
(Ábending: Margir þeirra sem hafa viljað skrá sig á útsendingarlista fréttabréfsins hafa orðið fyrir því að fá ekkert viðbragð eftir skráningu. Skýringin hefur oftar en ekki verið sú pósturinn hefur hafnað í ruslpósti. Fólk gæti að þessu.
To be taken note of: Sometime people who have wanted to subscribe to the news-letter (by pressing skrá netfang and by then giving their e-mail, netfangið þitt) have not got any confirmation. Ususally this is because the reply has been dirceted to the trash bin. Be aware of this.)