Fara í efni

JEFFREY SACHS: BANDARÍKJAÞING LAMAÐ, FJÖLMÐILAR ÞÖGLIR, EVRÓPA Á HNJÁNUM

Norski fræðimaðurinn Glenn Diesen ræddi við bandaríska stjórnmálagreinandann Jeffrey Sachs eftir innrás Bandaríkjahers í Venezuela. Sjaldan hefur Sachs verið jafn ómyrkur í máli.

Ekki svo að skilja að ofbeldi af hálfu BNA sé nýtt af nálinni: Frá síðari heimstyrjöld hafi bandarísk yfirvöld beitt ofbeldi að minnsta kosti hundrað sinnum til að knýja fram stjórnarskipti í ríkjum sem óhlýðnuðust Bandaríkjunum.
Það sem sé nýtt, segir Sachs eru viðbrögð umheimsins eða öllu heldur viðbragðsleysi.

Á 38 mínúntum fer Sachs yfir sviðið í samtímanum en jafnframt með skírskotun til sögunnar, hvernig ríkisstjórnir hafi verið settar af jafnan þegar þær gangi gegn hagsmunum bandarísks auðvalds, þetta hafi gerst í Íran á sínum tíma, í Sýrlandi og nú í Venezuela.

En þótt viljinn standi til þess í Washington að Sameinuðu þjóðirnar verði að engu gerðar þá megi það ekki gerast. Heimurinn verði að sameinast um það.

Ég hvet lesendur til þess að gefa sér tíma til að hlýða á þetta viðtal: Jeffrey Sachs: U.S. Attacks Venezuela & Kidnaps President Maduro 

-----------------

Athygli er vakin á því að hægt er að gerast áskrifandi að fréttabréfi þessarar heimasíðu á slóð sem hér er að finna: https://www.ogmundur.is/
Fréttabréfið er sent aðeins endrum og eins til áskrifenda þeim að kostnaðarlausu að sjálfsögðu.
Here you can subscribe to a newsletter from this homepage, free of charge of course: https://www.ogmundur.is/

(Ábending: Margir þeirra sem hafa viljað skrá sig á útsendingarlista fréttabréfsins hafa orðið fyrir því að fá ekkert viðbragð eftir skráningu. Skýringin hefur oftar en ekki verið sú pósturinn hefur hafnað í ruslpósti. Fólk gæti að þessu.

To be taken note of: Sometime people who have wanted to subscribe to the news-letter (by pressing skrá netfang and by then giving their e-mail, netfangið þitt) have not got any confirmation. Ususally this is because the reply has been dirceted to the trash bin. Be aware of this.)