Fara í efni

HÁDEGISFUNDUR UM AÐFÖR AÐ RÉTTINDUM

Úlfljótur, útgáfufélag laganema við Háskóla Íslands efnir til opins málþings klukkan 12 á hádegi miðvikaginn 22. október.
Málþingið verður haldið í L-101, Lögbergi HÍ. Fjallað verður um áform ríkisstjórnarinnar að afnema lögbundna réttarvernd starfsmanna ríkisins við uppsögn úr starfi.
Ef af verður yrði þetta gert í óþökk samtaka launafólks en við mikinn fögnuð samtaka atvinnurekenda, Viðskiptaráðs og þeirra forstöðumanna ríkisstofnana sem treysta sér ekki til að horfast í augu við þá sem þeir svipta lífsviðurværi sínu sé það gert á ómálefnalegum forsendum.

---------------------

Athygli er vakin á því að hægt er að gerast áskrifandi að fréttabréfi þessarar heimasíðu á slóð sem hér er að finna: https://www.ogmundur.is/
Fréttabréfið er sent aðeins endrum og eins til áskrifenda þeim að kostnaðarlausu að sjálfsögðu.
Here you can subscribe to a newsletter from this homepage, free of charge of course: https://www.ogmundur.is/

(Ábending: Margir þeirra sem hafa viljað skrá sig á útsendingarlista fréttabréfsins hafa orðið fyrir því að fá ekkert viðbragð eftir skráningu. Skýringin hefur oftar en ekki verið sú pósturinn hefur hafnað í ruslpósti. Fólk gæti að þessu.

To be taken note of: Sometime people who have wanted to subscribe to the news-letter (by pressing skrá netfang and by then giving their e-mail, netfangið þitt) have not got any confirmation. Usually this is because the reply has been dirceted to the trash bin. Be aware of this.)