FRIÐUR FRAMAR ÖLLU!
Pax optima rerum, Friður framar öllu öðru er titill nýrrar greinar eftir Alfred de Zayas í tímaritinu COUNTERPUNCH. Þessa fyrirsögn greinar sinnar sem fjallar um stöðu mála í Úkraínu í ljósi síðustu vendinga, sækir hann til Münster í Vestfalíu í Þýskalndi. Á minnigarskildi á ráðhúsinu þar er þess minnst með þessum orðum að endi var bundinn á 30 ára stríðið svokallaða árið 1648. Þegar búið var að slátra átta milljónum manna og leggja stór landsvæði í rúst, þótti öllum mál að linni: Pax optima rerum.
Hið sama þykir Alfred de Zayas eiga við um Úkraínu og ekki bara Úkraínu heldur heiminn allan:
“Peace is crucial for Europe, for the US, for civilization.”
Alfred de Zayas er Íslendingum að góðu kunnur því ekki er ýkja langt síðan hann var hér á landi og flutti opinn fyrirlestur um alþjóðastjórnmál í fundaröðinni, Til róttrekrar skoðunar. Í tilefni af fyrirlestri hans voru tekin við hann viðtöl, þar á meðal ítarlegt viðtal á Samstöðinni sem aðgengilegt er á youtube:
https://www.ogmundur.is/is/greinar/zayas-fra-safnahusi-i-samstodina
Sjá einnig: https://www.ogmundur.is/is/greinar/alfred-de-zayas-fyrir-fullu-husi
https://www.ogmundur.is/is/greinar/thad-sofnar-enginn-hja-alfred-de-zayas
Hér má nálgast grein Alfreds de Zayas í COUNTERPUNCH: https://www.counterpunch.org/2025/08/14/ukraine-pax-optima-rerum/
---------------------------------------------------------------
Athygli er vakin á því að hægt er að gerast áskrifandi að fréttabréfi þessarar heimasíðu á slóð sem hér er að finna: https://www.ogmundur.is/
Fréttabréfið er sent aðeins endrum og eins til áskrifenda þeim að kostnaðarlausu að sjálfsögðu.
Here you can subscribe to a newsletter from this homepage, free of charge of course: https://www.ogmundur.is/
(Ábending: Margir þeirra sem hafa viljað skrá sig á útsendingarlista fréttabréfsins hafa orðið fyrir því að fá ekkert viðbragð eftir skráningu. Skýringin hefur oftar en ekki verið sú pósturinn hefur hafnað í ruslpósti. Fólk gæti að þessu.
To be taken note of: Sometime people who have wanted to subscribe to the news-letter (by pressing skrá netfang and by then giving their e-mail, netfangið þitt) have not got any confirmation. Ususally this is because the reply has been dirceted to the trash bin. Be aware of this.)