Fara í efni

FRÆÐANDI DÆMI FRÁ FRAKKLANDI: FYRST ER MARKAÐSVÆTT SVO ER EINKAVÆTT

Markaðsvæðing kallast það þegar reksrarformum er breytt þannig að þau lúti lögmálum framboðs og eftirspurnar í stað þess að samfélagsleg markmið séu höfð að leiðarljósi KJÓSI MENN SVO.

Hvers vegna í hástöfum, KJÓSI MENN SVO?

Vegna þess að opinberan rekstur má hæglega láta haga sér á markaðsvísu standi hugur til þess. Hafi hins vegar regksrtarformum verið breytt, starfsemin færð í form einkafyrirtækja eða hlutfélaga, þá eru þau jafnframt færð undir annað regluverk, þannig að þau lúti aðhaldi á annan hátt en beint frá hinu opinbera, t.d. neytendasamtökum og samkeppniseftirliti. Þetta er eftirlitið sem þá er ætlað að passa upp á almannahag, til dæmis gagnvart olíufélögunum, tryggingafélögunum og fjármálafyrirtækjunum eins og við höfum svo frábæra reynslu af.

Auðvitað þyrfti þetta ekki að vera svona en þetta er hugsunin að baki markaðsvæðingunni og hjá Evrópusambandinu er þetta sjálft guðspjall fjórfrelsisins. Fyrri orkupakkar gerðu okkur að undirbúa markaðsvæðingu, síðari orkupökkum er síðan ætlað að láta þetta “frelsi” virka sem skyldi og gera eftirlitsaðilann óháðan stjórnvöldum eins og sagt var af mikilli velþóknun við umræðu um 3. orkupakkann í síðustu viku. Þótti þetta greinlega mikið framfaraspor.

Markaðsvæðing þýðir ekki sjálfkrafa einkavæðingu. Yfirleitt kemur hún síðar, stundum löngu síðar. En þegar búið era ð stilla upp á taflborðinu samkvæmt manngangi lögmáls framboðs og eftirspurnar þá er hægt að byrja að þrýsta á að arðsamar almannaeignir séu færðar í hendur fjárfestingargammanna.

Í þessu sambandi vísa ég lesendum síðunnar á athyglisvert bréf Ragnars F. Ólafssonar sem er að finna hér: https://www.ogmundur.is/is/fra-lesendum/esb-thrystir-a-frakka-ad-selja-ardbaerar-vatnsaflsvirkjanir