ESB FÉKK FALLEINKUNN UM HELGINA - FULLT ÚT ÚR DYRUM Í ÞJÓÐMENNINGARHÚSI – VINSTRI MENN STOFNA FÉLAG
Boðið var til fundar í Safnahúsinu/Þjóðmenninarhúsinu í Reykjavík undir merkjum Til róttækrar skoðunar. Þar var fundarstjóri Kristín Helga Gunnarsdóttir rithöfundur og baráttukona fyrir núttúrvernd en erindi flutti ÖJ.
Vel kann að vera að fundurinn verði gerður aðgengilegur á youtube. Yfirskrift hans var ESB: Frá samvinnu til miðstýringar.
ESB fékk falleinkunn í ræðupúlti og af hálfu flestra - ef ekki allra - þeirra sem tóku til máls og voru þeir allmargir. Hins vegar má ætla að margir fundargesta hafi komið til fundarins til þess að kynna sér málflutninginn án þess að hafa tekið afstöðu, hvað þá fella áfellisdóma.
Myndirnar hér að neðan tók Rúnar Sveinbjörnsson.


Síðar um daginn var efnt til fundar á Horninu í Hafnarstræti í Reykjavík. Þar fór fram formleg stofnun samtakanna Til vinstri við ESB.
Þetta er félag vinstri manna sem leggjast gegn því að Ísland verði innlimað í Evrópusambandið. Þar var kjörin stjórn og vekur athygli að stjórnarmenn koma úr ólíkum áttum á vinstri vængnum. Svo er að sjá að vinstri sinnað fólk vilji sameinast í baráttunni gegn markaðsfrekju ESB sem sífellt færir sig upp á skaftið og vill nú að auki koma þegnum sínum undir vopn í Evrópusambandsher.
Mér segir hugur um að andstæðingum markaðshyggjunnar eigi eftir að bætast liðsauki frá því fólki sem finnist nóg um haturs- og hervæðingartal finnist tími sé kominn til þess að dusta rykið af gömlum ásetningi um að Íslendingar skuli vera herlausir friðarboðendur.

Fréttir á mbl.is og vísir.is:
https://www.mbl.is/frettir/innlent/2026/01/10/vinstrimenn_stofna_samtok_gegn_esb_adild/
https://www.visir.is/g/20262827289d/stofna-ny-sam-tok-gegn-esb-adild
------------
Athygli er vakin á því að hægt er að gerast áskrifandi að fréttabréfi þessarar heimasíðu á slóð sem hér er að finna: https://www.ogmundur.is/
Fréttabréfið er sent aðeins endrum og eins til áskrifenda þeim að kostnaðarlausu að sjálfsögðu.
Here you can subscribe to a newsletter from this homepage, free of charge of course: https://www.ogmundur.is/
(Ábending: Margir þeirra sem hafa viljað skrá sig á útsendingarlista fréttabréfsins hafa orðið fyrir því að fá ekkert viðbragð eftir skráningu. Skýringin hefur oftar en ekki verið sú pósturinn hefur hafnað í ruslpósti. Fólk gæti að þessu.
To be taken note of: Sometime people who have wanted to subscribe to the news-letter (by pressing skrá netfang and by then giving their e-mail, netfangið þitt) have not got any confirmation. Ususally this is because the reply has been dirceted to the trash bin. Be aware of this.)