Fara í efni

BÓN RÍKISSTJÓRNAR ÍSLANDS: VALDNÍÐINGUR VERNDI OSS FRÁ ÖLLU ILLU

Þessa dagana heimsækir George Bush Bandaríkjaforseti Evrópu. Þegar hann kom til Vínarborgar í Austurríki á miðvikudag hermdu fjölmiðlar að aldrei hefði jafn mikill öryggisviðbúnaður verið við komu nokkurs manns til Evrópu og nú vegna þessarar heimsóknar. Vel má þetta vera rétt, þótt erfitt eigi ég með að trúa því að hægt hafi verið að ganga lengra en við komu sama manns til Bretlands fyrir fáeinum misserum (sbr. HÉR).

Andúð í garð fasisma er sem betur fer mikil í Evrópu og eru mótmælin við komu Bush vitnisburður um hana. Bandaríkin hafa verið framvörður fjármagnsins um heillar aldar skeið og iðulega farið fram af mikilli hörku og grimmd til að verja hernaðarhagsmuni sína og hagsmuni bandarískra auðhringa. Mikil breyting hefur þó orðið á framgöngu Bandaríkjanna á alþjóðavettvangi frá því á öndverðri og miðri 20. öld og þar til nú. Svo mikil er þessi breyting að hún hlýtur að flokkast undir eðlisbreytingu. Ekki hefði ég fyrr leyft mér að kalla bandarískan forseta fasista.

Sú eðlisbreyting sem átt hefur sér stað þótti mér koma vel fram í frásögn bandaríska rannsóknarfréttamannsins Greg Palast nýlega þar sem hann lýsir því hvernig faðir hans, stoltur medalíuhafi í Bandaríkjaher frá síðari heimsstyrjöldinni, hafi fyllst efasemdum og síðar andúð þegar Víetnamstríðið hófst. 
 " Sem barn hreifst ég af medalíum pabba", segir Greg Palast. "Faðir minn hafði alltaf efasemdir um fánahyllingar en hann var föðurlandsvinur og ættjarðarást hans var djúp og vitiborin. Í hans huga var Franklin D. Roosevelt holdgervingur Bandaríkjanna og Frelsin fjögur. Herinn hans föður míns hafði frelsað fórnarlömbin úr útrýmingarbúðum Hitlers og síðar varið félaga Martins Luthers Kings á frelsisgöngu þeirra til Birmingham. Bandaríkin hans pabba höfðu lagt sterkan arm sinn yfir veröldina henni til verndar. Aftan á einni medalíunni hans stóð, "Frelsi frá skorti og ótta."
Sigur Bandaríkjahers á Japönum var sigur hugsjónar yfir heimsveldi, sigur frelsis yfir kúgunarvaldi, sigur réttlætis á hernaðarofbeldi. Í sönglagatexta, sem pabbi kenndi mér úr stríðinu, þegar Japanir áttu hergögnin en við hugsjónirnar, sagði: Við eigum engar sprengjuflugvélar til árása/ en örninn, bandaríski örninn/ berst fyrir hugsjónum okkar...
"En nú er það búið", hafði hann sagt þennan dag árið 1965..." 

 Faðir Gregs Palast hafði þá fengið fréttir af árás Bandaríkjahers á Danang í Víetnam.

" Stjórnmálamennirnir höfðu fyrirskipað hernum hans, sem nú bjó yfir hátæknivæddum drápstækjum eftirstríðsáranna, að ráðast gegn snauðum íbúum Asíu. Vel að sér í sögu og með alla sína reynslu af vígvellinum vissi hann hvað í vændum var. Þá þegar varð honum ljóst það sem tók marga heilan áratug Víetnamstríðisins að átta sig á að myndi gerast: Bandarískar sprengiflugvélar að varpa napalmsprengjum á stráhús, eldur lagður að sömu þorpunum og innrásarher Hirohitos Japanskeisara hafði brennt til grunna tuttugu árum fyrr. Lyndon Johnson og pólitískir félagar hans höfðu svipt föður minn sigrinum yfir Japan. Þeir höfðu stolið sigri hans yfir harðstjórn..."

Þetta eru áhrifaríkar hugleiðingar Gregs Palast og koma upp í hugann þegar nú þarf að verja Bandaríkjaforseta fyrir mótmælum mannréttindasinna í Vínarborg. Mikið vatn er runnið til sjávar frá því Víetnamstríðið var háð, nú síðast atburðir á Balkanskaga, Afganistan, Írak, Palestínu að ógleymdum pyntingarbúðunum í Guantanamó.

En okkur til umhugsunar: Maðurinn sem nú er orðinn helsti holdgervingur hernaðarofbeldis, pyntinga og mannréttindabrota í heiminum er sami maður og ríkisstjórn Íslands liggur nú á hnjánum frammi fyrir til að fá náðarsamlegast til þess að passa okkur og verja – vernda okkur frá hinu illa í heiminum. Ég hef grun um að fleirum en mér þyki þetta öfugsnúið. Og það meira en lítið. Enda benda skoðanakannanir til þess að meirihluti Íslendinga vilji segja upp “varnarsamningnum” við Bandaríkin.

 

My Father's Victory in the Pacific

by Greg Palast

Palast is the author of the New York Times bestseller, Armed Madhouse. [Hey, it's Father's Day!  Get one for dad.]

In 1995, in Chicago, veterans of Silver Post No. 282 celebrated the fiftieth anniversary of their victory over Japan, marching around a catering hall wearing their old service caps, pins, ribbons and medals. My father sat at his table, silent. He did not wear his medals. He had given them to me thirty years earlier. I can figure it