Fara í efni

AUKIÐ FRELSI TIL AÐ RÁÐA OG REKA

VH og GÞÞ
VH og GÞÞ

Formaður og varaformaður fjárlaganefndar Alþingis, Vigdís Hauksdóttir og Guðlaugur Þór Þórðarson, hafa lagt fram þingmál sem hefur það markmið að veikja réttarstöðu opinberra starfsmanna þannig að auðveldara verði að ráða og reka.
Segjast þau vilja komast með opinbera vinnumarkaðinn nær því sem tíðkast hjá einkafyrirtækjum. Til að gera málstað sinn trúverðugri hafa þau sagt í fréttum að þau séu að svara ákalli Ríkisendurskoðnar.

 Í tíð minni sem formaður BSRB kom öðru hvoru fram ákall frá forstöðumönnum ríkisstofnana  um að þeim bæru meiri völd til að ráða og reka starfsfólk.

Sjálfir voru þeir komnir undir kerfi sem viðhélt öxinni yfir höði þeirra. Samkvæmt lögum sem gilt hafa um embættismenn hjá ríkinu síðan 1997 eru þeir aðeins ráðnir til fimm ára í senn og hafi þeir ekki staðið sig að mati hins pólitíska valds sem þeir heyra undir, eiga þeir á hættu að hljóta ekki endurráðningu.

Haustið 2007 kom eitt slíkt ákall frá forstöðumönnum hjá ríkisstofnunum og svaraði ég því þegar á opinberum vettvangi, m.a. hér: https://www.ogmundur.is/is/greinar/vanhaefir-stjornendur

Snáfaðu burt!

Ekki varð lát á harmagráti forstöðumanna, einkum þeirra sem illa réðu við starf sitt. Horfðu þeir öfundaraugum á forstjóra á almennum vinnumarkaði sem gátu rekið fólk skýringarlaust og þurftu því ekki að standa skil á gjörðum sínum. "Þú ert bara rekin(n), farðu heim strax!

Inn í þetta  fyrirkomulag höfðu ríkisstofnanir sem gerðar höfðu verið að hlutafélögum stigið og minnast eflaust margir harkalegra uppsagna á Ríkisútvarpinu þar sem nánast var sagt, "snáfaðu burt!" Engar skýringar þurfti.

Nú brá svo við að embætti Ríkisendurskoðunar tók undir fyrrnefnt ákall umræddra forstöðumanna í skýrslu um svokölluð "mannauðsmál" en það hugtak er í miklum hávegum haft af hálfu þeirra sem hafa mannaforráð í fyrirtækjum og stofnunum. Þannig er það í seinni tíð á verksviði "mannauðsstjóra" að reka fólk úr starfi eða ráðskast með það. Þetta er til hæginda fyrir raunverulega stjórnendur sem nú geta skýlt sér á bak við vísindalega mannauðsstjórnun.

Til að verjast duttlungastjórnun

Betur væri ef mannauðstalið hefði raunverulegt inntak og byggði á raunverulegri virðingu fyrir "mannauðnum". Þá hins vegar kæmi í ljós að þær reglur og þau lög sem sett hafa verið starfsfólki til varnar gegn duttlungastjórnun og ofríki eru afrakstur samráðs og samvinnu samtaka launafólks og stjórnenda og býsna góð að mínu mati.

Frá því er skemmst að segja að skýrsla Ríkisendurskoðunar um "mannauðsmál" hlaut misjafnar móttökur svo ekki sé dýpra í árinni tekið.

Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis þríklofnaði um málið einsog sjá má hér:
Skýrsla Ríkisendurskoðunar: http://www.rikisendurskodun.is/fileadmin/media/skyrslur/mannaudur_starfslok.pdf

Viðbrögð Stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis: http://www.althingi.is/altext/144/s/1083.html

Sem áður segir hafa formaður og varaformaður Fjárlaganefndar á Alþingi tekið ákaft undir með hinu umdeilda mati Ríkisendurskoðunar og lagt fram frumvarp til skerðingar á réttarstöðu opinberra starfsmanna:
Það gerðu þau á síðasta ári ... :

https://www.ogmundur.is/is/greinar/vanhaefir-stjornendur-fa-lidstyrk

... og aftur núna:
http://ruv.is/frett/vilja-fara-naer-almenna-markadnum
http://www.mbl.is/frettir/innlent/2015/09/14/verid_ad_svipta_folk_rettindum/ 

Frumvarp um biðlaun

Sjálfur tel ég að eigi að taka allt annan pól í hæðina. Í stað þess að veikja réttarstöðu launafólks á að efla hana. Og jafnframt þarf að styrkja stöðu þeirra sem missa atvinnu sína vegna uppsagna. Hef ég því að nýju lagt fram frumvarp um biðlaun opinberra starfsmanna. Frumvarpið var lagt fram á þingi í fyrra en hlaut ekki afgreiðslu. Bíð ég þess nú að geta talað fyrir málinu. Þetta er þingmálið: http://www.althingi.is/altext/144/s/0932.html 

Greinar um þingmálið:
 https://www.ogmundur.is/is/greinar/bidlaunarettur-endurvakinn
https://www.ogmundur.is/is/greinar/bidlaunafrumvarp-ut-ur-duttlungakerfi-og-inn-i-rettindakerfi