Fara í efni

ALFRED DE ZAYAS UM ALÞJÓÐASTJÓRNMÁL – ON THE RULE OF LAW AND WESTERN DOUBLE STANDARDS

Alfred de Zayas er lesendum þessarar síðu að góðu kunnur eftir að hann sótti Ísland heim fyrir rétt rúmu ári, flutti erindi fyrir fullu Safnahúsinu í fundaröðinni Til róttækrar skoðunar og ræddi auk þess við Karl Héðin Kristjánsson á Samstöðinni. Vel þess virði að hlusta á það:

https://www.ogmundur.is/is/greinar/zayas-fra-safnahusi-i-samstodina

Annað veifið hef ég vitnað í Alfred de Zayas en hann býr yfir mikilli reynslu, ekki aðeins sem háskólakennari, fræðimaður og rithöfundur heldur einnig sem sjálfstæður sérfræðingur Sameinuðu þjóðanna.


Ég vil vekja athygli lesenda á nýlegum skrifum hans í CounterPunch um Sameinuðu þjóðirnar, réttarríkið og tvöfeldni Vesturlanda. Í greininni vekur hann athygli á því að verið sé að hverfa frá heimi byggðum á lögum og lagalegum skuldbindingum en undirgangast þess í stað heimsskipan sem byggir á reglum sem sá sterkasti hverju sinni þröngvar upp á okkur. Á þessu hefur stundum verið vakin athygli hér á síðunni.
Þá veltir Alfred de Zayas því upp hve varasamt sé að fallast á hugmyndina um þjóðarsekt - collective guilt – að líta á þjóð sem eitt mengi sem nái yfir saklausa jafnt sem seka og allur hópurinn síðan gerður ábyrgur fyrir stríðsglæpum sem framdir eru í krafti ofbeldisfulls ríkisvalds. Afleiðingarnar geti orðið aðrar en menn ætluðu, afsökunarbeiðnin yrði þá að verða sameigineg og engin frávik leyfð.

Hér er ögn neðar, á eftir enska textanum er slóð á greinina í CounterPunch.

Here Alfred de Zayas dicusses the difference between a law-based world order and a rule-based order and the danger of accepting the idea of collective guilt. The consequences might be others than intended, namely lead to complicity in crimes committed by former victim, and in the national endeavour to make amends for past crimes no deviation would be allowed: The Normalization of Genocide - CounterPunch.org


Vilja vita hvort Richard Falk ógni þjóðaröryggi Kanada - Canadian authorities want to investigate if Richard Falk might be a threat to Canada´s national security!

Þá langar mig til að vekja athygli á ummælum Alfreds de Zayas um bandaríska háskólaprófessorinn Richard Falk, sem áður fyrr rannsakaði á vegum Sameinuðu þjóðanna mannréttindabrot Ísraela í Palestínu og hefur auk þess skrifað af meiri þekkingu og viti en flestir menn um Mið-Austurlönd, heimspeki og siðferði.

Þegar Richard Falk kom fyrr í þessum mánuði til Canada að taka þátt í rannsóknar- ráðstefnu í Ottawa á þjóðarmorðinu á Gaza og ábyrgð og hlutdeild Kanada í því var hann tekinn til yfirheyrslu á landamærum Kanada til að ganga úr skugga um hvort hann stefndi þjóðaröryggi Kanada í hættu! Auðvitað liggur í augum upp að þetta hafi fyrst og fremst verið hugsað sem ofbeldisaðgerð ætluð til þöggunar á þessu málefni.
Richard Falk hefur ekki áður sætt slíkri meðferð að hans eigin sögn. En þá hafa Vesturlönd heldur ekki í langan tíma fært sig eins nærri aðferðum fasískra valdníðinga og nú. Fyrir þá sem gætu freistast til að halda að Richard Falk væri andsnúinn gyðingum þá er þess að geta að sjálfur er hann gyðingur – varð 95 ára daginn sem hann var handtekinn í Kanada og á langri ævi hefur hann fengið að vita allt sem þarf að vita um ofsóknir á hendur gyðingum. Hann er hins vegar ekki zíonisti heldur lýðræðissinni og baráttumaður til áratuga gegn fasisma og rasisma.
Alfred de Zayas minnir á að samkvæmt skuldbindingum aðildarríkja Sameinuðu þjóðanna beri þeim skylda til að bregðast við þjóðarmorði. Nú sé öllu á haus snúið og þeir ofsóttir sem beita sér á móti glæpum gegn mannkyni.

Alfred de Zayas discusses the arrest and interrogation of Richard Falk on entering Canada earlier this month when he was heading for Ottawa to attend a two-day gathering of human rights and legal experts examining Canada’s role in Israel’s two-year assault on the Gaza Strip. Richard Falk was being interrogated, he was told, since he might be a threat to Canadian national security! For those who would be tempted to think Richard Falk was antisemitic it should be said that he is Jewish himself – 95 years old on the day he was arrested, and after a long life knows everything there is to be known about antisemitism, having fought fascism and racism all his life.
Alfred de Zayas reminds us that UN member states are obliged to do whatever is in their power to prevent genocide and come to the rescue of victims. Now all has been turned upside down.

In the words of Alfred de Zayas:
Canada has a treaty obligation under the 1948 Genocide Convention to take measures to prevent genocide. Canada, however, and the collective West are complicit in the genocide in Gaza. Numerous academics including Francesca Albanese, Illan Pappe, Norman Finkelstein, have documented this. Now Canada is pretending that signalling that erga omnes obligation to prevent genocide somehow constituted a threat to Canadian national security.”

Hér er svo slóð – ein af mörgum – sem minnir á ofsóknir á hendur þeim sem vilja upplýsa um þjóðarmorð á Gaza, þjóðarmorðingjana og stuðningsmenn þeirra, sjá neðst.


And here is a link to one example of many where people are being persecuted who dare inform us about genocide, mass murderers and those complicit, in other words whistleblowers: https://www.youtube.com/watch?v=Y8AaPjNAvv4

--------------------

Athygli er vakin á því að hægt er að gerast áskrifandi að fréttabréfi þessarar heimasíðu á slóð sem hér er að finna: https://www.ogmundur.is/
Fréttabréfið er sent aðeins endrum og eins til áskrifenda þeim að kostnaðarlausu að sjálfsögðu.
Here you can subscribe to a newsletter from this homepage, free of charge of course: https://www.ogmundur.is/

(Ábending: Margir þeirra sem hafa viljað skrá sig á útsendingarlista fréttabréfsins hafa orðið fyrir því að fá ekkert viðbragð eftir skráningu. Skýringin hefur oftar en ekki verið sú pósturinn hefur hafnað í ruslpósti. Fólk gæti að þessu.

To be taken note of: Sometime people who have wanted to subscribe to the news-letter (by pressing skrá netfang and by then giving their e-mail, netfangið þitt) have not got any confirmation. Ususally this is because the reply has been dirceted to the trash bin. Be aware of this.)