Fara í efni

ALFRED DE ZAYAS: TRUMP OG NETANYAHU ERU ÓGN VIÐ SIÐMENNINGUNA

(Alfred de Zayas í Safnahúsinu í Reykjavík í september 2024)

Í morgunsárið fékk ég eftirfarandi orðsendingu frá Alfred de Zayas, fræðimanni/rithöfundi og óháðum ráðgjafa hjá Sameinuðu þjóðunum um langt árabil. Ég spurði hvort ég mætti vitna til orða hans og svarið kom að bragði:
Að sjálfsögðu. Við erum  að verða vitni að niðurbroti vestrænnar menningar og alþjóðalaga eins og við þekkjum þau; eyðileggingu stofnana sem settar voru á fót undir handarjaðri Sameinuðu þjóðanna til að verja siðræn gildi og mannréttindi. Hvorki er hægt að treysta Trump né Netanyahu, hvorugur er á nokkurn hátt trúverðugur, ættu báðir að vera á bak við lás og slá.

Orðsending Alfreds de Zayas:

„Friðaráætlun“ Trumps fyrir Gaza er ekki friðaráætlun heldur úrslitakostir, sem minnir á úrslitakosti nasista Luftwaffe, sem Albert Kesselring setti Rotterdam árið 1940 – gefist upp eða við útrýmum ykkur. Siðmenntaður heimur getur ekki sætt sig við þetta. Fjölmiðlar eru samsekir í þessu svikula sjónarspili.

Það er sérlega svívirðilegt að leggja til að Tony Blair hafi umsjón með „Friðarstjórninni“ og stjórni Gaza án Hamas. Blair ætti að vera á bak við lás og slá fyrir árásargirni, stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyni í innrásinni í Írak árið 2003.

Tump og Netanyahu eru sammála um „friðaráætlun“ fyrir Gaza í anda nýlendustefnu. Auðvitað krefjumst við þess að þjóðarmorðunum verði hætt, auðvitað verður Netanyahu að fara eftir fyrirmælum Alþjóðadómstólsins - ekki setja úrslitakosti.

Eina gilda „friðaráætlunin“ fyrir Palestínu er ráðgefandi álit Alþjóðadómstólsins frá 19. júlí 2024 og fyrirmæli til Ísraels í máli Suður-Afríku gegn Ísrael. Friður verður að byggjast á lokaskýrslu óháðrar rannsóknarnefndar Sameinuðu þjóðanna um Palestínu.

Þetta eru orð að sönnu og tek ég heilshugar undir þau.

 

In the early hours today i received the following message from Alfreds de Zayas, writer/scholar and former independent expert at the UN. Í asked him if I could quote him on this and immediately received a reply:
Of course.
We are witnessing the dismantlement of Western Civilization, international law as we know it, the judicial institutions created by the UN to ensure enforcement of civilized values and human rights,
neither Trump nor Netanyahu can be trusted,
neither has any credibility
both should be behind bars.

The message from Alfred de Zayas:

Trump's "peace plan" for Gaza is not a peace plan but an ultimatum, reminiscent of Nazi Luftwaffe's Albert Kesselring ultimatum to Rotterdam in 1940- surrender or we obliterate you. A civilized world cannot accept this. The media is complicit in the scam.

It is particularly obscene to suggest that Tony Blair oversee the "Board of Peace" and administer the Gaza government without Hamas. Blair should be behind bars for the aggression, war crimes and crimes against humanity committed against Iraq in 2003.

Trump and Netanyahu agree on a neo-colonial "peace plan" for Gaza. Of course we demand that the genocide stop, of course Netanyahu must abide by orders of the International Court of Justice -- not issue ultimatums.

The only valid "peace plan" for Palestine is the International Court of Justice's Advisory Opinion of 19 July 2024 and orders to Israel in the South Africa v. Israel case. Peace must be based on the final report of the UN Independent Commission of Inquiry on Palestine.

This is well said by Alfred de Zayas and I endorse every single word.

----------------------

Athygli er vakin á því að hægt er að gerast áskrifandi að fréttabréfi þessarar heimasíðu á slóð sem hér er að finna: https://www.ogmundur.is/
Fréttabréfið er sent aðeins endrum og eins til áskrifenda þeim að kostnaðarlausu að sjálfsögðu.
Here you can subscribe to a newsletter from this homepage, free of charge of course: https://www.ogmundur.is/

(Ábending: Margir þeirra sem hafa viljað skrá sig á útsendingarlista fréttabréfsins hafa orðið fyrir því að fá ekkert viðbragð eftir skráningu. Skýringin hefur oftar en ekki verið sú pósturinn hefur hafnað í ruslpósti. Fólk gæti að þessu.

To be taken note of: Sometime people who have wanted to subscribe to the news-letter (by pressing skrá netfang and by then giving their e-mail, netfangið þitt) have not got any confirmation. Ususally this is because the reply has been dirceted to the trash bin. Be aware of this.)