Fara í efni

AÐ LOKINNI BASÚRHEIMSÓKN

Nú er liðin rúm vika frá því lauk heimsókn minni til kúrdíska sjálfstjórnarsvæðisins í Írak en það nefnist Basúr, það er Suður-Kúrdistan.

Óhætt er að segja að ferð okkar þremenninga í sendinefnd á vegum KNK, Kurdish National Kongress, hafi skilað árangri í það minnsta í þeim skilningi að hún fór ekki framhjá þarlendum fjölmiðlum. Þetta var okkur mikils virði því við vildum koma boðskap okkar rækilega á framfæri.


Fréttamannafundurinn:

https://www.facebook.com/STANDARKURD/videos/364614796518495

Sá boðskapur var tvíþættur: Í fyrsta lagi að afla stuðnings þeirri kröfu að tyrknesk stjórnvöld hefji þegar í stað samningaviðræður við Kúrda í Tyrklandi með aðkomu hins fangelsaða leiðtoga þeirra Abdullah Öcalan. Í öðru lagi að hernaði gegn Kúrdum í landamærahéruðum Tyrklands og Basúr verði stöðvaður þegar í stað.


Þessu var af okkar hálfu rækilega komið á framfæri í fjölmiðlum og ríkissjónvarpið tók við mig hálftíma viðtal þar sem ég kom þessum áherslum á framfæri auk þess að gera grein fyrir því hve vel hefði verið hugsað til Kúrda í tímans rás á Íslandi og nefndi ég þar sérstaklega Erlend Haraldsson sem talaði máli Kúrda í Þýskalandi á sjöunda áratug síðustu aldar, heimsótti Kúrdabyggðir og skrifaði um það bók. Aðra Íslendinga nefndi ég einnig, þá Dag Þorleifsson, blaðamann á þjóðviljanum og Pál Kolka lækni. Þetta þótti mönnum gott að heyra.

https://www.rudaw.net/sorani/interview/05022024




Eins og fram hefur komið í fyrri skrifum mínum samanstóð sendinefnd okkar af þremur einstaklingum, Zainab Sahrat öðrum formanni KNK, fyrrnefndra regnhlífarsamtaka Kúrda, og Jürgen Klute, baráttumanni fyrir málstað Kúrda um áratugaskeið, meðal annars á vettvangi þings Evrópusambandsins. Túlkur okkar í ferðinni var Dashdi Mahmood og gegndi hann hlutverki sínu frábærlega vel.

Nokkrir tenglar með frásögnum af sendinefndinni: 
https://www.kurdiu.org/ku/b/548198

https://www.yndk.com/index.php/news/item/1476-yndk-knk.html

https://www.facebook.com/story.php?story_fbid=779678060864672&id=100064674552485&mibextid=PrsZJ7

https://aporanews.com/articles/65bccf305949bc0752a72f42

https://www.facebook.com/photo/?fbid=419849673718290&set=pcb.419849733718284

 

Myndin að neðan frá fyrrnefndum fréttamannafundi er frá Roj news.
 Ég vek athygli á að hægt er að gerast áskrifandi að fréttabréfi þessarar heimasíðu á slóð sem hér er að finna: https://www.ogmundur.is/
Fréttabréfið er sent aðeins endrum og eins til áskrifenda.