Fara í efni

Á SAMSTÖÐUFUNDI MEÐ 100 ÞÚSUND MANNS Í KÖLN

Föstudaginn 16. febrúar sótti ég fróðlegan fund í húsakynnum þings Evrópusambandsins í Brussel um málefni Kúrda. Fundurinn var skipulagður sameiginlega af evrópskum stjórnmálamönnum svo og Kúrdum búsettum í Evrópu sem vilja að fundin verði leið til að stöðva ofbeldið sem Tyrklandsstjórn beitir Kúrda jafnt innan sem utan landamæra Tyrklands. Sem kunnugt er hafa Tyrkir beitt herjum sínum án afláts í landamærahéruðum Norður-Sýrlands, Rojava, og í héruðunum sem liggja að Írak, Basúr, eins og sjálfstjórnarsvæði Kúrda í Írak nefnist en það á einmitt sameiginleg landamæri með Tyrklandi.

Í sem allra stystu máli þá var það samdóma álit fundarmanna á þessum fundi að róa yrði að því öllum árum að friðarviðræður á milli tyrkneskra stjórnvalda og Kúrda yrðu hafnar að nýju og hinum fangelsaða leiðtoga Kúrda, Abdullah Öcalan, boðið að samningaborðinu.

Þetta var síðan inntakið í ræðu sem ég flutti á fjöldafunfi í Köln daginn eftir, laugardaginn 17. febrúar. Þýska lögreglan sem er ekki þekkt fyrir að vera varfærin og hófsöm nema þegar kemur að áætluðum fjölda á útifundum sem henni eru ekki að skapi, kaus að halda sig við neðstu mörk þegar hún sagðist ætla að um fimmtíu til sextíu þúsund manns hefðu verið á þessum útifundi, skipuleggjendur sögðu hundrað þúsund væri nær lagi og hallst ég að því að það sé rétt mat og samt í varfærnari kantinum.

Í upphafi göngu að útifundarstað: Mér á hægri hönd er Kariane Westrheim, norskur prófessor, sem beitt hefur sér í þágu Kúrda á vettvangi þings Evrópusambandsins og víðar. Mér á vinstri hönd er Ahmed Karamus, annar tveggja formanna Kurdish National Kongress, KNK, sem eru regnhlífarsamtök Kúrda óháð landamærum og honum við hlið er fyrrum þingmaður og fangi um langt árabil vegna baráttu sinnar í þágu Kúrda. 

Á Nevroz hátíð Kúrda – eins konar nýársfagnaði í Diyarbakir í Kúrdabyggðum Tyrklands fyrir réttum tíu árum hlýddi ég á skilaboð frá Abdullah Öcalan hinum fangelsaða leiðtoga Kúrda. Skilaboðin þóttu mér áhrifarík. Þau voru þessi: Við höfum barist og sýnt að við kunnum að höndla stríð. En við höfum líka sýnt að við getum samið og að við kunnum að höndla frið.

Þar vísaði Kúrdaforinginn í friðarviðræður sem hófust árið 2013 og allur almenningur var farinn að binda miklar vonir við.

En hvað gerðist þá? Flokkur Kúrda fór á flug í kosningum, svo mjög að Erdogan forseta Tyrklands varð nóg um og skellti aftur fangelsisdyrum Öcalans sem síðan hefur verið í nær algerri einangrun hvað þá að honum hafi verið hleypt að samningaborði.

Síðan hefur gengið á með skefjalausu ofbeldi. En um árásir sínar hefur Erdogan haft öfugmæli eins og hann geri sér leik að því að ögra umheiminum. Villimannslegar árásir á borgina Afrin í Kúrdabyggðum Sýrlands árið 2018 og í kjölfarið þjóðernishreinsanir þar kenndi hann við Friðarpálma, Olive branch. Svipaðar nafngiftir hafa linnulausar grimmdarárásir í landamærahéruðum Tyrklands undanfarin ár fengið. Þessi stríð hefur umheimurinn leitt hjá sér. Þetta er þó stríð sem hæglega geta leitt til enn meiri átaka.

Ég var á þessum fundi í hópi erlendra fulltrúa og ávarpaði ég fundinn sem einn slíkra. Ég hóf ávarp mitt á nokkrum orðum um tilefni fundarins og bar honum kveðjur og hvatningarorð, sagði að við sæjum og fyndum á þessum magnaða samstöðufundi hver kraftur væri í baráttunni og að hún yrði aldrei kveðin niður.

Síðan sagði ég á þessa leið:

I have been hearing the voice of the Kurdish people for a long time.

I have been hearing the voice of a people wanting to preserve their culture,
I have been hearing the voice of a people wanting to preserve their language,
And I have been hearing the voice of a people wanting to be free from oppression;
a voice calling for freedom.

I heard this voice as a young man when growing up in Iceland.

And when later in life I came to Strasbourg as a Member of the Parliamentary Assembly of the Council of Europe I heard the Kurdish voice again.

But now there were many voices; voices inside the Parliamentary buildings where Kurdish representatives were trying to wake us up to what was going on in Kurdistan, wake us up and make us aware of the oppression, the lack of freedom.

And outside there was the vigil hammering the same message; and this they did by being always present, always on guard, hammering the message by their presence every day. From morning to night they persevered, week after week, month after month, year after year and still they are there – never giving up.

And gradually I came to realize that this was a struggle for real:

And the struggle was taking place not only in the towns and cities or farm lands inhabited by Kurds but also in the mountains of Basür, Bakur, Rojava and Rojhilat but everywhere Kurds were to be found – and here you are.

And I decided to find out for myself – so I went to Amed in 2014 – ten years ago – where I took part in Newroz together with a million people, and there I heard the message from Imrali Island the message where Abdullah Öcalan said – we have shown that we can handle the war, and now we are longing to show that we also can handle the peace.

And these were no empty words. The Kurds showed they could handle the peace.

But not Erdogan, he could not handle the peace.
He could not handle the peace talks that had been in good process for two promising years since 2013. When Erdogan lost his majority in the Turkish Parliament In 2015 he slammed the door to Imrali prison.

We all know what then happened – relentless attacks and crimes against humanity, those were the words of the Peoples Tribunal in Paris after scrutinizing the atrocities committed by the Turkish armed forced in 2015 and -16 . Not only were people brutally killed, their homes destroyed, villages and town erased to the ground, attacks were also directed against culture, Kurdish culture and also culture belonging to humanity at large.

I saw with my own eyes the ancient city of Sur before and after a good part of it, 80%, was destroyed. Sur had been a United Nations´ Cultual Heritage. Never did we hear much from the United Nations nor other institutions. No attempt to defend its declared heritage site.

But gradually people throughout the world are beginning to realize what this struggle is about human rights, it is about human dignity, it is about democracy and freedom, it is about culture and it is about truth; that when the attacks on Afrin, the devastation and ethnic cleansing, was called Operation Olive Branch – a mission of peace! – the eyes of the world gradually began to open.

Olive branch missions of this kind are now in full force in the border areas in Rojava and Basur.

We are here to demand that these attacks be stopped. And we are here to demand that the international community stop complying with Turkish state terrorism.

This is not a time for forgetting crimes committed, nor is it a time for forgiving but it is a time for a real olive branch to be handed out to see if we cannot again restart the experiment in democracy and then hopefully doors will be opened for real reconciliation.

Not only will this be beneficial to Kurds, Turkey also needs it, the Middle East needs it, the world needs it. A war here starts a war there. That is how domino works

But likewise peace here may lead to peace there,

One domino falls on another and then one after the other, paving the way for peace. That is what we are asking for – to give peace a chance.

So I say together with you:
Freedom for Abdullah Öcalan – Peace in Kurdistan.

Ég vek athygli á að hægt er að gerast áskrifandi að fréttabréfi þessarar heimasíðu á slóð sem hér er að finna: https://www.ogmundur.is/
Fréttabréfið er sent aðeins endrum og eins til áskrifenda þeim að kostnaðarlausu að sjálfsögðu.