Fara í efni

VITNAÐ Í SVEIN VALFELLS Á BYLGJUNNI

Sveinn Valfells og Bylgjan
Sveinn Valfells og Bylgjan


Eins og lesendum heimasíðu minnar er kunnugt hef ég lýst áhyggjum yfir því að við kunnum að vera að sogast inn í ferli sem gerir okkur illa afturkvæmt varðandi lagningu raforku sæstrengs til Bretlands. Hef ég vísað í mjög athyglisverð skrif Sveins Valfells, eðlisfræðings um þetta efni frá því í nóvember: https://www.ogmundur.is/is/greinar/staldrad-vid-yfirlysingar-fra-landsvirkjun-rikisstjorn-og-sveini-valfells

Bylgjumenn sýndu þessu áhuga og hugðust ræða þetta í morgunspjalli okkar Brynjars Níelsssonar, alþingismanns, í gærmorgun. Það rúmaðist hins vegar ekki í þættinum og var varð úr að haft var við mig spjall um þetta mikilvæga málefni á Bylgjunni í morgun og er það hér: http://vefutvarp.visir.is/upptokur?itemid=27088