Fara í efni

VILJIR ÞÚ TAKA ÞÁTT Í FORVALI...

forval 2012 - 3
forval 2012 - 3

í Suðvesturkjördæmi þarft þú að hafa skráð sig fyrir miðnætti í kvöld, miðvikudaginn 14. nóvember. Sjálf kosningin fer síðan fram tíu dögum síðar, 24. nóvember.
Í Suðvesturkjördæmi eru Álftanes, Garðabær, Hafnarfjördur, Kjós, Kópavogur og Seltjarnarnes. Eftirfarandi eru hagnýtar upplýsingar fyrir þau sem hafa áhuga:

Kosningarétt í forvalinu eiga þeir sem skráðir eru í VG í Suðvesturkjördæmi a.m.k. tíu dögum fyrir forval, 14. nóvember 2012, og greiða félagsgjöld eða að lágmarki 500 kr. fyrir lokun kjörfundar. Borga má á kjörstað. Hægt er að skrá sig í VG á vefnum vg.is<http://vg.is/> eða með því að senda tölvupóst á vg@vg.ismailto:vg@vg.is

Mikilvægar dagsetningar:
14. nóvember:
Síðasti dagur til að skrá sig í Vg til þess að hafa kosningarétt í forvali.
Það má skrá sig á heimasíðu Vg: http://www.vg.is/ganga-i-flokkinn/ eða með því að senda tölvupóst á vg@vg.ismailto:vg@vg.is.

15. og 17. nóvember: fundir með frambjóðendum verða haldnir
fimmtudaginn 15. nóvember kl. 20:00 að Strandgötu 11 í Hafnarfirði og
laugardaginn 17. nóvember kl. 13:30 í Hamraborg 1-3 í Kópavogi.
24. nóvember 2012 kl. 10.00-18.00:   Forval

Kjörstaðir:
Kjósarhreppur og Mosfellsbær: er Hlégarður í Mosfellsbæ,
Álftanes, Garðabær og Hafnarfjörður: er Strandgata 11 í Hafnarfirði
Seltjarnarnes og Kópavogur: er Hamraborg 1-3 í Kópavogi.
Utankjörfundar-atkvæðagreiðsla fer fram 22. og 23. nóvember 2012 kl. 16.00-20.00 í Hamraborg 1-3 í Kópavogi.

Reglur vegna póstkosninga í forvali VGSV 2012
Sendið tölvupóst á forvalvgsv2012@gmail.comforvalvgsv2012@gmail.com>. Þegar kjörseðill berst skal viðtakandi prenta hann út og ganga frá kosningu sinni. Kjósandi merkir við a.m.k. 6 nöfn.

Kjörseðillinn skal lagður í ómerkt umslag sem síðan er sett í annað umslag merkt á eftirfarandi hátt:
Vinstihreyfingin- grænt framboð
b.t. kjörstjórnar í Suðvesturkjördæmi
Pósthólf 165, 202 Kópavogi