Fara í efni

VG SKRIFAR FORSETA ÍSRAELSKA ÞINGSINS


Þingflokkur Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs hefur sent forseta ísraelska þingsins, Daliu Itzik, bréf þar sem mannréttindabrotum í Palestínu af hálfu ísraelska hernámsliðsins er harðlega mótmælt, jafnframt því sem óskað er eftir liðsinni þingsins við að fá palestínska þingmenn og ráðherra, sem hafa verið hnepptir í varðhald setta lausa. Fangelsun þingmanna er táknræn um það virðingarleysi sem ísraelska ríkið sýnir lýðræðinu. Bréf þingflokks VG fylgir hér að neðan: 

 Þingforseti, Dalia Itzik.

Þingflokkur Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs á Íslandi mótmælir harðlega fangelsun lýðræðislega kjörinna palestínskra þingmanna og ráðherra og óskar eftir því að forseti ísraelska þingsins beiti sér af alefli fyrir því að þeir verði þegar í stað látnir lausir. Við vekjum athygli á að fangelsun lýðræðislega kjörinna fulltrúa er táknræn um það virðingarleysi sem ísraelsk stjórnvöld sýna lýðræðinu á hernumdu svæðunum í Palestínu. Við fylgjumst með þeim alvarlegu mannréttindabrotum sem saklaust fólk í Palestínu sætir og tökum undir kröfur heimsbyggðarinnar um að þar verði þegar í stað lát á.
Aflétta verður tafarlaust umsátrinu um Gaza og láta af eyðileggingu á lífsmöguleikum fólksins. Það eru alvarleg brot á mannréttindum að svipta íbúana brýnustu nauðsynjum; vatni, raforku, matvælum og læknishjálp. Ofbeldi gagnvart saklausu fólki og lýðræðislega kjörnum fulltrúum verður að linna. Það er forsenda þess að friður verði með öllu fólki á þessum slóðum, Palestínumönnum og Ísraelum.

                                                Fyrir hönd þingflokks VG,

                                                Ögmundur Jónasson, form.

Speaker og the Knesset, Ms Dalia Itzik Kadima.

The Icelandic Left-Green Movement parliamentary party strongly protests against the detention of democratically-elected Palestinian parliamentarians and ministers, and requests the Speaker of the Knesset to make all efforts to have them released immediately. We wish to point out that the detention of democratically-elected representatives is a sign of the lack of respect for democracy displayed by Israeli authorities in the occupied territories in Palestine. We observe the grave human-rights violations suffered by innocent people in Palestine, and we join the world community in demanding that they cease at once.
The siege of Gaza, with its devastating effects upon the lives of the population, must cease without delay. To deprive the population of the basic necessities of life – water, electricity, food and medical care – is a grave violation of human rights. There must be an end to violence against innocent people and democratically-elected representatives. That is the necessary precondition for peace to be achieved among all the people of the region, Palestinians and Israelis.

 On behalf of the Left-Green Movement parliamentary party
Ögmundur Jónasson, chair