Fara í efni

VG Í KRAGA MÓTMÆLIR HUGMYNDUM PÉTURS

VG og PHB
VG og PHB

Pétur H. Blöndal, alþingismaður er kominn af stað með gamalkunnan söng, búinn að endurheimta gamalt hlutverk sitt, sem formaður nefndar sem á að enduskoða kostnaðarþátttöku almennings í heilbrigðiskerfinu.
http://ruv.is/frett/vill-heildarendurskodun-a-sjukrakostnadi   
Í fréttum RÚV í kvöld sagði hann að vel kæmi til álita að láta fólk borga þegar það er lagt inn á spítala en sem kunnugt er hefur það ekki tíðkast á Íslandi. Margvísleg gjöld eru hins vegar innheimt af sjúklingum, sem sækja þjónustu í heilbrigðiskerfinu, þar með talið á sjúkrahúsum. Í nýútkominni skýrslu sem Ingimar Einarsson, sérfræðingur í heilbrigðismálum vann fyrir Krabbameinsfélagið kemur fram að gjaldtakan er komin á ískyggilegt stig eða fimmtungur af heilbrigðisútgjöldum landsmanna.Ingimar sagði í viðtölum þegar skýrslan var kunngerð að þessi þróun væri mikið áhyggjuefni. Ljóst væri að efnahagur sjúklinga muni að óbreyttu ráða æ meiru um sjúkdómsmeðferð ef ekki verði snúið af þessari óheillabraut.   https://www.ogmundur.is/is/greinar/mikilvaeg-skyrsla-um-heilbrigdismal

 Fram kemur í fréttaumfjöllun kvöldsins að Pétur H. Blöndal heldur sig við gamla formúlu sína um að horfa eigi á sjúklinga sem afmarkaðan hóp og að spurningin sé um að dreifa byrðunum á réttlátan hátt innan hópsins. En hvernig væri, Pétur, leyfi ég mér að spyrja, að halda hinum heilbrigðu einnig inni í menginu? Margoft hefur komið fram að Íslendingar vilja greiða fyrir heilbrigðisþjónustuna á meðan þeir eru heilir heilsu í stað þess að bíða þar til þeir verða lasnir og veikburða. Að auki er siðferðilega rétt að hinn heilbrigði greiði fyrir hinn sjúka. Þetta var og tónninn í félagsfundi VG í Kraganum í kvöld en ef dæma skal af viðtökunum þar, falla hugmyndir Péturs H. Blöndals í grýtta jörð.  

Þannig ályktaði fundurinn:

Almennur félagsfundur VG í Suðvesturkjördæmi, haldinn í Kópavogi 19.
september, mótmælir harðlega fram komnum hugmyndum um gjaldtöku fyrir
legusjúklinga á sjúkrahúsum lndsins.
Fram hefur komið í nýútkominni skýrslu á vegum Krabbameinsfélags Íslands að
gjaldtaka í heilbrigðiskerfinu hafi farið stigvaxandi á undanförnum áratugum
og standi nú í 20% af heilbriðgðisútgjöldum.
Ofan af þessari öfugþróun þarf að vinda í stað þess að bæta í.
Heilbrigðisþjónustuna á að fjármagna úr almannasjóðum en ekki upp úr vösum
sjúklinga.