Fara í efni

Verkalýðshreyfingin minnir á vatnið

Verkalýðsfélög víðs vegar um heiminn minna félagsmenn sína á að í dag er alþjóðavatnsdagur Sameinuðu þjóðanna. Þessi dagur hefur öðlast mikla félagspólitíska þýðingu.
Sameinuðu þjóðirnar skilgreina vatn sem grundvallarmannréttindi sem 1.2 milljarður manna er án. Þessi hluti mannkynsins hefur engan sem lítinn aðgang að ómenguðu og öruggu drykkjarvatni. Í seinni tíð hefur verið tekist á um eignarhald á vatni og hefur verkalýðshreyfingin reynt að verja almannahagsmuni gegn ásælni fyrirtækja og fjárfesta að komast yfir drykkjarvatnið og gera það að verslunarvöru.
Hér á landi hefur BSRB öllum samtökum framar staðið þessa vakt enda er rækilega minnt á daginn á heimasíðu samtakanna. Sjá: http://bsrb.is/Default.asp?ID=0&type=one&news_id=640&menuid=