Fara í efni

VERÐTRYGGINGUNA BURT OG 0% VEXTI

Hvað er hægt að læra af hruninu 2008?

Margt. 

Helstu og alvarlegustu mistökin voru þau að á fyrstu stigum skyldi vísitölubinding lána ekki hafa verið tekin úr sambandi í einu vetfangi og nafnvextir jafnframt lækkaðir. Um þetta átti að setja neyðarlög og um þetta á nú að setja neyðarlög.

Í kjölfar hrunsins varð kaupmáttarhrun í verðbólguskoti sem særði almenning og atvinnurtekstur svo djúpu holsári að þúsundir biðu þess aldrei bætur.
Hvernig væri að forðast þetta núna?

Upp á þessu var stungið í októberbyrjun 2008. Varðstöðumenn fjármgnsins komu hins vegar í veg fyrir að þetta næði fram að ganga. Nú má ekki hlusta á þá heldur hina sem hvíla í greipum fjármagnsaflanna.

Ef hægt er að loka löndum, loka fólk inni og skrúfa þar með fyrir lífsbjörg fyrirtækja og heimila – og er ég ekki að mæla því í mót, alls ekki – þá er líka hægt að setja lög um afnám verðtryggingar og tímabundið 0% vexti.
Það gefur auga leið að dráttarvexti á jafnframt að banna sem og innheimtukostnað.

En rýrnar þá ekki fjármagnið og tapar?
Jú, það er rétt. Eins og kaupmáttur almennings með samdrætti og atvinnumissi.

Vonandi varir þetta ástand í skamman tíma. Þá vara líka neyðarráðstafnir í skamman tíma. En til þeirra þarf að grípa.
Strax!