Fara í efni

VARNAÐARORÐ UM PENINGAHYGGJU ESB OG AGS


BSRB hefur verið óhemju kraftmikið að halda úti upplýsingum um hvað er að gerast á vettvangi kjarabaráttunnar í Evrópu og annars staðar í heiminum. Í nýlegri samþykkt Evrópusambands verkalýðsfélaga, ETUC, European Trade Union Confedaration, er að finna varnaðarorð sem við ættum öll að hugleiða - líka verkalýðshreyfingin íslenska, eða svo vitnað sé í frétt á bsrb.is frá 8. maí sl.: "Þá gagnrýnir ETUC Alþjóðagjaldeyrissjóðinn (ASG) fyrir að neyða þjóðir til að lækka laun og skera niður opinber störf og félagsleg útgjöld sem gjald fyrir að þiggja neyðarlán sjóðsins. Þessi aðferðafræði dýpki kreppuna og að meðul sjóðsins geti orðið verri en sjúkdómurinn. Þá er framkvæmdanefnd ESB gagnrýnd fyrir að setja þau skilyrði fyrir lánveitingum úr jöfnunarsjóði ESB,  að þær þjóðir sem á þeim þurfa að halda lúti skilyrðum AGS. Þannig veiki framkvæmdanefnd ESB beinlínis grundvöllinn fyrir „hinu félagslega kerfi Evrópu" (The European Social Model) í mörgum aðildarlöndum ESB."
Hér má lesa nánar, http://www.bsrb.is/erlent/nr/1512/