Fara í efni

UM GUANTANAMÓ OG MENNSKUNA Í SAFNAHÚSI

Eftirfarandi er færsla Sönnu Magdalenu Mörtudóttur, borgarfulltrúa Sósíalistaflokksins, að afloknum opnum fundi í Safnahúsinu í Reykjavik síðastliðinn laugardag og leyfi ég mér að taka færslu hennar traustataki því hún hittir naglann á höfuðið með tilvitnun sinni í orð Mohamedous, Máretaníumannsins sem haldið var saklausum í einangrun í fimmtán ár, lengst af í hinum illræmdu Guantanamó fangabúðum Bandaríkjanna:   

““I did not regret that I didn‘t have any money

I did not regret that I didn‘t have an apartment in Paris and

I did not regret that those beautiful girl I met in college didn‘t want me

Because whenever I secretly fell in love with someone

And then it turns out they are not really in love with me.

I did not regret this. I only did regret one thing.

I wasn‘t kind enough.

Toward people in general, like the people I meet,

Like my mother, my family, my friend,

I wished I was kinder to them,

and I took it upon myself to be a kind person no matter what.

Five minutes where they tore up my clothes and put me in diaper, children diaper and sweatpants, changed my life forever. ”

Sagði Mohamedou Ould Slahi sem var haldið án ákæru í Guantanamo í 14 ár og sætti hann þar pyntingum. Kærleikurinn skín í gegn í viðhorfi hans til lífsins. Magnaðir hlutir geta gerst þegar kærleikurinn verður leiðarljósið í lífinu.

Ekki oft sem ég felli tár á viðburðum en það gerðist í dag.

Mohamedou flutti erindi í Safnahúsinu og Deepa Driver setti málin í pólitískt og lagalegt samhengi. Fundurinn er hluti af fundaröð Ögmundar Jónassonar, Til róttækrar skoðunar. Samstöðin tók upp fundinn og hann má nálagst hér, ég mæli með áhorfi:
https://www.youtube.com/watch?v=96c3rgUPI2o

Bíó Paradís er síðan að sýna mynd um hann í dag kl. 15:00.””

Menn láti sér ekki bregða þótt skjárinn verði svartur í nokkrar mínúntur því aftur vaknar hann til lífsins í mynd. 

Hér að neðan eru síðan svipmyndir af fundinum sjálfum en einnig teknar eftir fundinn. Deepa Govindarajan Driver, frummælandi á fundinum, Kristinn Hrafnsson, ritstjóri Wikileaks, Sveinn Rúnar Hauksson, Gunnþór Ingason, Anna Gunnlaugsdóttir listakona og Rúnar Sveinbjörnsson má meðal annarra sjá á þessum myndum.