Fara í efni

UM FUNDI OG FRÉTTABRÉF

Enn er boðið til fundar í fundaröðinni Til róttækrar skoðunar. Að þessu sinni með Jeremy Corbyn, fyrrum formanni breska Verkamannaflokksins, um framtíð sósíalismans, hvers vegna við þörfnumst hans!
Þessir fundir eru ekki auglýstir sérstaklega en sumir fjölmiðlar hafa séð ástæðu til þess að geta þeirra og er það þakkarvert. Að öðru leyti hafa boð um fundina verið látin ganga á samfélagsmiðlum eins takmarkað og það þó er. Upplýsingar um þessa fundi, boðun þeirra og frásögn af þeim, er hins vegar alltaf að finna á heimasíðu minni ogmundur.is.
(Ó)reglulega sendi ég út fréttabréf síðunnar en þegar ég skipti um umsjónaraðila fyrir skömmu glataðist áskrifendalistinn að mestu leyti, þannig duttu fréttastofur, fréttamenn og ýmsir aðrir út, nokkur hundruð áskrifendur fréttabréfsins. Ég skrái engan að þeim forspurðum (það er nýlunda!)  en ég bendi á að skráning er auðveld á heimasíðunni. Fréttabréfin sendi ég ekki oftar en svo að þau ættu ekki að vera truflandi.
Þetta er hugsað sem eins konar hvatning til þess að gerast ákrifendur enda er ég áhugsamur að koma upplýsingum af þessu tagi sem víðast.