Fara í efni

Tökum sameiginlega á!

Fyrst var það einkavæðingin, svo komu Kárahnjúkar, bankarnir, starfsloka- og kaupaukasamningar, og nú síðast er það SPRON. Ég spurði einn ágætan félaga minn og baráttuhauk, Svein Aðalsteinsson hvað hann teldi vera til ráða. Hann sagði að þetta væri eins og að eiga við tröll, en "þau munu daga uppi", sagði Sveinn, "ef við beitum  afli upplýsinga gegn þeim". Ég bað Svein um að segja okkur í knöppu formi hvað hann ætti við. Það gerir hann hér á síðunni í dag í dag  en lagði áherslu á, að þótt formið væri ljóðsins, þá skyldu menn ekki láta blekkjast af því, ekki væri þetta skáldskapur. Nú væri hins vegar komið að því að tala skýrt og skorinort. Þetta væru ekki tímar málskrúðsins! Undir það vil ég taka með Sveini Aðalsteinssyni, að eina svarið sem almenningur í landinu á gegn yfirgangsstefnu stjórnvalda, er að gefast aldrei upp, ekki heldur þegar á brattann er að sækja, stuðla að upplýstri umræðu og efna síðan til breiðsíðu sóknar, þar sem við tökum öll sameiginlega á!
https://www.ogmundur.is/is/greinar/sveinn-adalsteinnsson-um-atokin-vid-trollin