Fara í efni

TIL HAMINGJU ÍSLAND!

Kristján Þór Júlíusson - okt. 2015
Kristján Þór Júlíusson - okt. 2015

Þær fréttir sem bárust í morgun, að öllum þeim sem smitast hafa af Lifrabólgu C, muni nú bjóðast meðferð á þeim lyfjum sem sannast hefur að geti læknað sjúkdóminn, eru stórfréttir og jafnframt stórkostlegar fréttir. Ég tek undir með Kristjáni Þór Júlíussyni, heilbrigðisráðherra, í viðtali á mbl.is, að samstarfsverkeni íslenska heilbrigðiskerfisins við hlutaðeigandi lyfjafyrirtæki er gríðarlega mik­il­vægt, meiri­hátt­ar for­varn­ar- og lýðheilsu­verk­efni. Við ætl­um að reyna að stöðva út­breiðslu og vinna bug á sjúk­dómn­um hjá þeim sem hafa hann. Þetta er já­kvætt al­veg sama hvernig á það er litið. ... Stærsti ávinn­ing­ur­inn er ekki í krón­um og aur­um, stærsti ávinn­ing­ur­inn er hjá því fólki sem þjá­ist af þess­um sjúk­dómi ...."
sjá nánar: http://www.mbl.is/frettir/innlent/2015/10/07/1_000_lifrabolgusjuklingar_fa_lyf/

http://www.visir.is/sjuklingar-med-lifrarbolgu-c-fa-lyfjamedferd-sem-laeknad-getur-sjukdominn/article/2015151009057

http://ruv.is/frett/aetla-ad-utryma-lifrarbolgu-c-a-islandi

Á vefmiðlnum visir.is er viðtal við einstakling sem gengur með sjúkdóminn og hefur farið með kröfur sínar um lyfjameðferð, sem henni hefur verið neitað um, fyrir dómstóla: "Fanney Björk Ásbjörnsdóttir sem barist hefur ötullega fyrir því að fá lífsnauðsynleg lyf við lifrarbólgu C var klökk þegar Vísir náði tali af henni í morgun vegna frétta þess efnis að sjúklingar muni nú fá lyfin sem lækna sjúkdóminn í 95 til 100 prósent tilvika. „Ég bara skelf og nötra og trúi þessu varla," segir Fanney sem stefndi ríkinu þar sem það hafði áður neitað henni um lyfin. Báru yfirvöld fyrir sig fjárskorti..."
http://www.visir.is/-flottustu-frettir-sem-eg-hef-fengid-lengi-/article/2015151009044

Síðdegis í dag tek ég þátt í umræðu í Hörpu um lyfjamál og réttindi sjúklinga á ráðstefnu sem Frumtök, samtök lyfjafyrirtækja, efna til í tilefni 10 ára afmælis samtaka sinna: http://us4.campaign-archive1.com/?u=e03f0273cdd180ecc57f94a19&id=aa34aa4985&e=