Fara í efni

ÞUNGIR ÁFELLISDÓMAR HAFA VERIÐ HRAKTIR

ögmundur og íls
ögmundur og íls

Þegar rannsóknarskýrslan um Íbúðalánasjóð var birt í fyrrasumar var um hana talsverð umfjöllun í fjölmiðlum. Groddalegar fyrirsagnir voru einkennandi í frásögnum á fréttamannafundi rannsóknarnefndarinnar í júlíbyrjun: „Milljarðatap vegna vanhæfis", „Ekki með hagsmuni sjóðsins í huga", „Bjánar flokksins", „Rök færustu sérfræðinga urðu undir", „Stjórnlaus ríkisbanki", „Alþingi álykti um lögreglurannsókn", „Vanhæfni kostaði 270 milljarða", „Sinnuleysi af hálfu helstu eftirlits- og valdastofnana".
Þessar áherslur fjölmiðlanna þurfa ekki að koma neinum á óvart sem lesið hafa rannsóknarskýrsluna því þar er mjög afdráttarlaust komist að orði. Meirihluti Stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis komst hins vegar að þeirri niðurstöðu að ekki væru forsendur fyrir þessum fullyrðingu, því væri reynda fjarri lagi og voru lokaorð mín við umræðu um skýrsluna á Alþingi í gær í þá veru að þessir sveru áfellisdómar hefðu verið hraktir.
Auk þess er það mín skoðun að rannsóknarskýrslan byggi öll meira og minna á þeirri grundvallarafstöðu höfunda skýrslunnar að Íbúðalánasjóður hefði á sínum tíma átt að láta í minni pokann fyrir bankastofnunum sem vildu hann feigan á árunum 2003 til 2005. Þetta var löngum afstaða Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, OECD og fleiri góðkunningja af umræðuvettvangi um kosti og galla einkavæðingar - aðallega kosti þó.
Eitt þykir mér harla merkilegt og umhugsunarvert og það er að þeir fjölmiðlar sem birtu hinar stórkallalegu fyrirsagnir virðast hafa minni áhuga nú þegar málflutningurinn gerist dempaðri og yfirvegaðri.  
Lokaræða: http://www.althingi.is/altext/upptokur/raeda/?raeda=rad20140327T165044
Lokaorð: http://www.althingi.is/altext/upptokur/raeda/?raeda=rad20140327T170222
Fréttir: http://www.ruv.is/frett/%E2%80%9Edrogu-taum-fjarmalafyrirtaekja%E2%80%9C
http://www.visir.is/afellisdomur-yfir-skyrslu-rannsoknarnefndar-althingis/article/2014140328913

Þingmálið http://www.althingi.is/altext/143/s/0820.html

Ýmis gögn: http://www.althingi.is/vefur/ibudalanasjodur.html