Fara í efni

ÞJÓNUSTUTILSKIPUN ESB - ÚTKOMAN ÓLJÓS


Í gær voru greidd atkvæði um þjónustutilskipun Evrópusambandsins á Evrópuþinginu. Enn á Ráðherranefnd ESB eftir að taka afstöu til tilskipunarinnar eins og þingið afgreiddi hana í gær. Athygli vekur að eini fjölmiðillinn sem fjallar að marki um þetta mál hér á landi er vefsíða BSRB, bsrb.is, en þar eru okkur færðar fréttir af viðbrögðum við atkvæðagreiðslunni í gær. Viðbrögðin eru enn sem komið er nokkuð misvísandi og ljóst að samtök og stjórnmálaflokkar  túlka útkomuna á mismunandi veg. Vandinn verður án efa sá að endanlegir úrskurðir um túlkun tilskipunarinnar koma til með að ráðast fyrir dómstólum en ljóst er að markaðssinnar hafa í seinni tíð sett traust sitt á þá. Þess vegna fallast þeir iðulega á loðið orðalag tilskipana ESB og láta síðan dómurum eftir að vinna verkin fyrir sig. Því miður hafa evrópskir dómstólar og þá sérstaklega þeir sem fjalla um ágreiningsmál í Evrópurétti hallast á sveif með markaðsöflunum í seinni tíð. Sjá nánar umfjöllun af viðbrögðum á eftirfarandi slóðum.
HÉR
HÉR
HÉR