Fara í efni

ÞAÐ ER EKKI BÚIÐ AÐ KJÓSA Í REYKJAVÍK


Staðreyndin er sú að borgarfulltrúar VG í Reykjavík hafa staðið sig vel allar götur frá því flokkurinn bauð fyrst fram í borginni. Það verður því ekki sagt að sanngirni réði ef fram fer sem nú horfir samkvæmt skoðanakönnunum, að flokkurinn fengi aðeins einn fulltrúa kjörinn. VG hefði átt skilið að fá fjóra eða fimm fulltrúa - að minnsta kosti!
Samkvæmt skoðanakönnunum er Þorleifur Gunnlaugsson, annar maður á framboðslista VG úti, nær ekki kjöri. Það væri mikið slys. Þorleifur hefur verið einn öflugasti baráttumaður fyrir efnalítið fólk í borginni, vakinn og sofinn yfir hagsmunum þess, auk þess sem hann hefur látið til sín taka í skipulags- og atvinnumálum og öðrum málalflokkum sem varða almannahag. Ráðhúspólitíkin yrði fátækari án hans svo ekki sé fastar að orði kveðið.
En það er ekki búið að kjósa!!!
http://www.vg.is/kjordaemi/reykjavik