TAX-FREE HÚSASMIÐJA OG BUSSAR Í REYKJAVÍK
						
        			03.12.2017
			
					
			
							Ég er tíður gestur í Húsasmiðjunni og Blómavali. Bæði heitin falleg og lýsandi. Það verður hins vegar ekki sagt um auglýsingarnar frá þessum verslunum þessa dagana. Þær auglýsa TAX-FREE daga, sem mun þýða að varan sem verði á boðstólum þá daga verði án skattlaginngar.
Skattlagning eitt álagning annað
Nú vill svo til að vörur þessara verslana verða áfram skattlagðar enda ekki í valdi Húsamiðjunnar og Blómavals að ráða skattlagningu á vörum sínum. En öðru ráða þessar verslanir og það er eigin álagningu. Hvers vegna ekki segja viðskiptavininum að til standi að lækka álagningu eða afleggja hana með öllu í fáeina daga? 
Eflaust mætti þýða þetta yfir á ensku ef menn vilja fremur auglýsa á því tungumáli :A few days without profit in Húsasmiðjan and Blómaval! 
Málstefna Reykjavíkurborgar í verki?
Og fyrst enskan er annars vegar þá má spyrja hvort það sé í samræmi við vel auglýsta málstefnu Reykjavíkurborgar að merkja nýjar akstursreinar ætlaðar almenningsvögnum og leigubílum: BUS - TAXI.
 
  
 
						