Fara í efni

SÝN JEFFREY SACHS Á SAMTÍMASÖGUNA

Ekki eru Bandaríkjamenn eintóna í túlkun sinni á samtímasögunni þar með átökunum í Úkraínu. Þannig eru þeir til sem hafa kvatt sér hljóðs og varað við stríðsæsingatali foyrstumanna þjóðar sinnar sem sniðið er að þvi að réttlæta vígvæðingu um heiminn allan enda blæs vopnaiðnaðurinn nú út sem aldrei fyrr.

Hér að neðan eru slóðir á tvö viðtöl við bandaríska hagfræðinginn Jeffrey David Sachs, fyrrum forstöðumann Earth Institute við Columbia University og jafnframt ráðgjafa æðstu stjórnenda Sameinuðu þjóðanna í málefnum sem lúta að þúsaldarmarkmiðunum svokölluðu sem kortlögðu leiðir til að draga úr fátækt í heiminum.

Hér eru viðtölin, hið fyrra örstutt, hið síðara heldur lengra, bæði þess virði að hlusta á en því miður eru þau ekki textuð á íslensku:

https://youtu.be/Ic5PV78E7uo

https://youtu.be/FFFroz3bB5A