Fara í efni

Suma þarf ekki að blekkja

Í fréttum er nú talsvert fjallað um ósannindavefinn sem bandarísk og bresk stjórnvöld spunnu til að réttlæta árásirnar á Írak. Enginn virðist lengur véfengja að blekkingum hafi verið beitt, heldur er spurt hverjir séu ábyrgir fyrir blekkingunum. Auðvitað er fyrst og fremst við ósannindamennina að sakast en einnig er ljóst að fréttastofur heimsins þurfa að taka sér tak og þá ekki síður stjórnmálamenn. Þær ásakanir sem nú eru til umræðu voru þegar mjög til umfjöllunar í upphafi árs en mögnuðust með hverri vikunni sem leið (sjá t.d. lesendabréf hér á síðunni frá 16. júní). Það er hins vegar ekki fyrr en alveg nýlega sem heimspressan fer að taka á málinu af alvöru.
Auðvitað hafa lygarnar sín áhrif. Í mjög athyglisverðum hádegisfréttum RÚV í dag segir frá því að þriðjungur Bandaríkjamanna telji að Bandaríkjamenn hafi fundið gereyðingarvopn í Írak eftir að þeir réðust inn í landið og 22% Bandaríkjamanna telji að Írakar hafi beitt efna- og sýklavopnum gegn innrásarherjum  Bandaríkjmanna og Breta í vor. Hvorugt er rétt. Þá kom fram að um helmingur Bandaríkjamanna telur að Írakar hafi tekið þátt í hryðjuverkaárásunum á New York og Pentagon 11. september í hitteðfyrra. Staðreyndin er sú að enginn Íraki tók þátt í þeim. (Þetta eru upplýsingar samkvæmt skoðanakönnun sem háskólinn í Maryland framkvæmdi).
Allt þetta segir sína sögu. En það er ekki aðeins við fréttamiðla að sakast heldur sofandaháttinn hjá alltof mörgum stjórnmálamönnum. Þannig sáust aldrei nein merki þess að íslenskir stjórnarþingmenn með utanríkisráðherra í broddi fylkingar sýndu minnstu merki þess að þeir fylgdust með gagnrýnni umræðu um sannleiksgildi yfirlýsinga bandarískra og breskra stjórnvalda. Ekki hefur heldur farið mikið fyrir því að Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra eða Davíð Oddsson forsætisráðherra sem skipuðu okkur undir merki innrásarherjanna þurfi að svara fyrir gerðir sínar. Kastljós Sjónvarpsins bauð utanríkisráðherranum meira að segja nýlega upp á eintal um þessi efni og veru Bandaríkjahers í landinu – hvort tveggja mjög umdeild mál og hefur verið kallað á fulltrúa gagnstæðra sjónarmiða af minna tilefni.
Dæmigert um sofandahátt stjórnmálamanns ætla ég þó að taka úr annarri átt.
Hinn 9. apríl síðastliðinn fékk bandaríski öldungardeildarþingmaðurinn George Allan bréf þar sem mótmælt var morði ísraelskra hermanna á bandaríska friðarsinnanum Rachel Corrie (sbr. frásögn hér á síðunni frá 19. maí sl.). Þingmaðurinn las greinilega ekki bréfið en svaraði klisjukennt um góðan ásetning bandarískra og ísraelskra stjórnvalda. Það sem meira var, hann stílaði bréfið á Rachel Corrie þótt mánuður væri þá liðinn frá andláti hennar. Þetta varð palestínska lækninun og mannréttindafrömuðinum Mustafa Barghouti tilefni til að skrifa opið bréf. Hann hrekur ýmsar fullyrðingar öldungardeildarþingmannsins en segir jafnframt "að hans stærsti glæpur hafi verið fullkomið virðingarleysi gagnvart dauða Rachel Corrie."
Það er ekki einu sinni svo að þingmaðurinn hafi verið að halda fram sannfæringu sinni. Hann var með öllu ómeðvitaður um hvað hafði gerst. Þetta er dæmigert um vítaverðan sofandahátt og áhugaleysi. Þessi bandaríski stjórnmálamaður hefur greinilega verið með öllu áhugalaus um að fylgjast með atburðum sem eru á vitorði allra þeirra sem á annað borð leggja sig eftir því að fylgjast með mannréttindabrotum og mannréttindabaráttu í heiminum. Það þarf ekki að hafa mikið fyrir því að blekkja svona menn.
Eftrifarandi er bréf Mustafa Barghouti á ensku.

29th May 2003
Dear Sir/ Madam,
On April 9th 2003, a US citizen wrote to her Senator - George Allan, protesting at the Israeli murder of US peace activist Rachel Corrie. On April 17th Senator Allen replied. However, he addressed his response to Rachel Corrie, even though by April 17 Rachel had been dead a month. He had obviously not read the letter as he was unaware of who had written it, and he clearly had no knowledge of the death of Rachel Corrie as he was addressing letters to her, even though she was dead.
On March 16th 2003, Rachel Corrie (23) was crushed to death by an Israeli army bulldozer in Gaza, as she protested against Israeli house demolitions. Rachel was a volunteer with the International Solidarity Movement (ISM) – an organization engaging in non-violent action aimed at protecting Palestinian civilians. She, together with seven other ISM volunteers, was in Rafah trying to prevent the Israeli army from illegally destroying Palestinian homes and land. Present were two Israeli army bulldozers and a tank. The drivers of the bulldozers were fully aware of her presence, yet one of them deliberately began dropping debris over her, then pushed her to the ground, and then drove over her. Her arms, legs and skull were fractured. She died later in hospital. The Israeli army has failed to provide an adequate explanation for her death and has exonerated all blame.
Rather than demonstrate any sympathy over the death of Rachel, Senator Allen instead chose to launch a full-scale defense of Israel. He claimed it a country that "shares our commitment to democracy and religious tolerance". Obviously he had not read the Israel Democracy Institute’s recent study. Their research findings reveal that Israel’s humans rights record is very low; Israeli Arabs are discriminated against both politically and economically; the level of corruption in Israel has worsened over the last few years; Israel’s press has had decreasing levels of freedom; the number of prisoners has increased; there is a high degree of socio economic inequality in Israel; and freedom of religion is less than that found in other democracies studied.
The Senator also proudly announced "Each year, we have become increasingly involved with Israel, contributing significant amounts of foreign aid". This is true, but whilst he insisted that it is used for the protection of Israel against its "hostile" neighbors, this foreign aid has in fact enabled Israel ’s purchase of tanks, helicopter gunships, F-16’s, machine guns and bullets, used to murder, 2,458 Palestinians (between September 2000 and May 2003), the majority of whom were civilians. He also ignored US Law, which explicitly prohibits the President from providing military aid to any country that "engages in a consistent pattern of gross violations of internationally recognized human rights". Almost all studies conducted by International human rights organizations reveal that "gross violations of human rights" are precisely what Israel does in the occupied Palestinian territories.
However, putting aside all of my above criticisms, Senator Allen’s biggest crime is that he showed complete disrespect towards the death of Rachel Corrie. Where he defended the actions of the Israeli army, he had no sympathy for Rachel’s family. Not only have they lost their daughter, a US Senator doesn’t even care.
Yours sincerely.
Dr Mustafa Barghouthi