Fara í efni

SÖNNUNARBYRÐIN HVÍLIR Á BANNVALDINU OG ÖLLUM HINUM SEM ÞEGJA!

Nei - nei
Nei - nei

Lögbann hefur verið sett á Stundina og sömu tilburðir munu vera uppi gagnvart Guardian líka, eftir því sem fréttir herma, til að koma í veg fyrir að okkur berist upplýsingar um siðleysi í fjármálaheiminum sem í þokkabót kunni sumar hverjar að tengjast stjórnmálum.

Frá Möltu berast fréttir af því að blaðakona hafi verið myrt fyrir að beita sér fyrir upplýsingum um Panamaskjölin, en það eru upplýsingar á borð við þær sem nú er reynt að banna á Íslandi. http://www.abc.net.au/news/2017-10-17/car-bomb-kills-journalist-who-covered-malta-panama-papers/9056778

Við þessu er bara eitt orð. Það er orðið NEI! 

Vonandi verða snör handtökin hjá Hæstarétti að hnekkja þessari lögbannsákvörðun.

Málið er grafalvarlegt. Þær upplýsingar um fjármál einstaklinga og fyrirtækja eru ekki til sem verðskulda lögbann! Sannfæri mig einhver um að svo sé.
Sönnunarbyrðin hvílir á bannvaldinu - og síðan að sjálfsögðu öllum hinum sem þegja eða tala um þetta í hálfum hljóðum eins og mér sýnist ýmsir fjölmiðlar gera!

http://eyjan.pressan.is/frettir/2017/10/17/sonnunarbyrdin-hvilir-a-bannvaldinu-og-ollum-hinum-sem-thegja/