Fara í efni

SMUGUNNI ÓSKAÐ HEILLA


Vefmiðillinn www.smugan.is   hefur nú verið opnuð að nýju undir ritstjórn Þóru Kristínar Ásgeirsdóttur. Hún er án nokkurs vafa einn kröftugasti fréttamaður landsins, býr yfir mikilli reynslu og nýtur virðingar í stétt fréttamanna. Til marks um það er að hún hefur verið kjörin til að vera í forsvari stéttarinnar sem formaður Blaðamannafélags Íslands. Lofar ráðning Þóru Kristínar góðu um framtíð Smugunnar.
Um fréttamiðil sinn segir Þóra Kristín m.a.: „Smugan er öðruvísi vettvangur fyrir fólk til að tjá sig og fá fréttir um samfélagið. Smugan vill efla umræðu um samfélagið á forsendum velferðar, náttúru og jafnréttis."(Sjá nánar: http://www.smugan.is/fra-ritstjorn/ )
Mínar óskir til Smugunnar er að hún rísi myndarlega undir þessu ætlunarverki sínu.