Fara í efni

SMUGAN.IS: ÚR HRINGIÐU UMRÆÐUNNAR


Viðtal á smugan.is 10.03.10.
....Harðlínuafstaða og flokkspólitískir hagsmunir eru ekki lausnamiðaður kokteill. Hvað við getum beðið lengi, þá minni ég á að þrautseigja og úthald er það sem mestu máli skiptir til að ná árangri. Þarna eru gríðarlegir hagsmunir í húfi.  Tugir og hundruð milljarða hanga á spýtunni . Það er einsog sumir haldi að þetta sé fyrst og fremst  akademískt viðfangsefni sem komi veruleikanum nánast ekkert við, í besta falli laustengt við hann. Það vill hins vegar svo til að við erum að tala um nákvæmlega sömu krónurnar og menn í opinberri þjónustu taka upp úr launaumslaginu sínu. Því meira sem greitt er fyrir Icesave, þeim mun minna er til skiptanna í heilbrigðiskerfinu, skólunum og fyrir fatlaða. Stundum hef ég spurt sjálfan mig hvort menn séu nokkuð búnir að gleyma því fyrir hverja við viljum standa vaktina, hvernig við forgangsröðum. Ég set velferðarsamfélagið í forgang. Því er ekki fórnandi. "

Viðtalið á Smugunni í heild sinni: http://www.smugan.is/frettir/nr/2818

Nokkrar aðrar slóðir um tengd efni:
http://www.visir.is/article/2010387481307
http://www.visir.is/article/2010652054549
http://mbl.is/mm/frettir/innlent/2010/03/10/til_i_saeti_a_rettum_forsendum/

Í viðtalinu á Smugunni er vísað í áhuga alþjóðlegrar verkalýðshreyfingar  á Icesave og þjóðaratkvæðagreiðslunni. Sjá t.d. hér: http://healthblog.world-psi.org/2010/03/the-following-is-a-statement-by-ogmundur-jonasson-a-member-of-the-parliament-of-iceland-and-of-the-executive-boards-of-psi-a.html