Fara í efni

SLAGURINN UM SPARISJÓÐINA


Undanfarna daga hefur þjóðin fylgst agndofa með fréttum af átökum um framtíð sparisjóðanna í landinu. Fjölmiðlar hafa margir gert þessum deilum ágæt skil þótt þeir komist sumir að umdeilanlegum niðurstöðum. Þannig segir í niðurlagi leiðara Viðskiptablaðsins í gær  að þær takamarkanir í samspili eignahalds og áhrifa í sparisjóðunum geti vart orðið langlíf "ætli menn sparisjóðunum á annað borð eitthvert hlutverk." Hér er vísað til þess að enginn eignaraðili í sparisjóði megi fara með meira en 5% atkvæðamagns jafnvel þótt eignarhlutur viðkomandi sé meiri. Viðskiptablaðið segir með- öðrum orðum að framtíðin heyri til hinum stóru og öflugu.

Hvenær gerir almenningur uppreisn?

En er það virkilega svo? Ég tel þetta vera alrangt hjá Viðskiptablaðinu og velti því alvarlega fyrir mér hvenær sá tími komi að almenningur rísi upp gegn ofurvaldi fjármálamanna sem virðast hafa það eitt að markmiði að gera sér samfélag sitt að féþúfu.
Slagurinn um sparisjóðina undanfarin ár hefur einkum staðið um tvennt:
Í fyrsta lagi að vernda félagslegt eignarform sem átt hefur í vaxandi baráttu við óprúttna risa á fjármálamarkaði, banka og fjármálamenn sem allt og alla vilja gleypa. Einkum í hinum dreifðu byggðum komu margir með  stofnfjárframlag í sparisjóði af félagslegum ástæðum, vildu stuðla að því að í byggðarlaginu væri öflugt fjármálafyrirtæki með samfélagslega kjölfestu.  
Í öðru lagi hefur slagurinn staðið um eiginhagsmuni og græðgi. Staðreyndin er sú að sums staðar hefur það gerst að menn hafi fest sér stofnfjárframlag vegna þess að um örugga fjárfestingu var að ræða (lögum samkvæmt er unnt að leysa út stofnféð með verðtryggingu og vöxtum frá þeim tíma sem til þess var stofnað). Darraðadansinn sem varð fyrir fáeinum  misserum varð þegar fjármálamenn tóku að biðla til þessara aðila sem margir hverjir höfðu komist yfir stofnfjárhluti sína í krafti aðkomu sinnar að stjórnmálum. Þessir stofnfjáreigendur hafa nú að nýju margir hverjir fengið blod på tanden eins og Danskurinn segir. Þeir hugsa nú gott til glóðarinnar og vilja nýta sér lagaheimild þess efnis að sparisjóðirnir verði gerðir að hlutafélögum. Stofnfjáreigendur telja sig þannig komast í aðstöðu til að gera stofnfjárframlag sitt að mun verðmeiri eign en ella.

Aðdáunarverðir hugsjónamenn

Harðast hefur verið tekist á um yfirrráð yfir Sparisjóði Skagafjarðar. Þar hefur nú verið "samþykkt" að renna sjóðnum saman í eina sæng með sparisjóði Siglufjarðar. Síðan er stefnt á frekari samruna sem sýnt er að mun fjarlægja sjóðinn enn frekar hinum almenna stofnfjáreiganda í Skagafirði. En hvernigt gat þetta gerst þegar haft er í huga að meirihluti stofnfjáreigenda á átakafundinum í vikunni var þessu andvígur? Jú, það var vegna þess að stjórnendur Kaupfélags Skagfirðinga (og skal þeim haldið aðgreindum frá hinum almenna félagsmanni í KS sem telur að stjórnendurnir séu að fara illa með eigur þeirra) sem hafa haft forgöngu um samrunaferlið höfðu ráðstafað (40%) stofnfjárhluthlut sínum og dótturfyrirtækja í hendur aðilja sér tengdum. 5% þakið kom því ekki að haldi. KS og stjórnendur þess fengu á sínum tíma Stofnbréf í Sparisjóði Skagafjarðar til að styrkja Sparisjóðinn í heimabyggð, og var almennt litið svo á að þau væru félagsleg eign en ekki til brasks eða sem skiptimynt um auð og völd eins og nú virðist vera að koma á daginn enda gengu heimamenn af fundi því ekki vildu þeir una því að vera beittir ofríki.
Fyrir átakafundinn í vikunni hafði  Bjarni Jónsson, stofnfjáreigandi ritað bréf til Fjármálaeftirlitsins til þess að inna eftir því hvort fundurinn væri löglegur. Síðan bókaði hann og Gísli Árnason á fundinum athugasemdir sínar. Bréfið og þessar bókanir vekja ýmsar spurningar sem krefjast umræðu og svara. Einnig læt ég fylgja slóðir á fréttatíma þar sem um þetta er fjallað.
Ég tek ofan fyrir kraftmikilli framgöngu þessara manna og félaga þeirra sem fara fyrir hópi sem á í höggi við aðila sem einskis svífast í hagsmunabaráttu sinni. Við skulum ekki gleyma því að þeir Bjarni og Gísli eru ekki að berjast fyrir eigin sérhagsmunum heldur almannahag. Það er aðdáunarvert, en því miður að verða alltof sjáldgæft að við verðum vitni að slíku.

 Fjármálaeftirlitið
Suðurlandsbraut 32
108 Reykjavík

Til að tryggja lögmæti boðaðs aðalfundar Sparisjóðs Skagafjarðar og aukafundar Sparisjóðs Siglufjarðar verði samrunaáætlun sjóðanna samþykkt, er af gefnu tilefni óskað álits Fjármálaeftirlitsins á því hvernig fara skuli með atkvæðisrétt í tilgreindum tilvikum á aðalfundi stofnfjáreigenda í Sparisjóði Skagafjarðar og aukafundi Sparisjóðs Siglufjarðar verði samrunaáætlun sparisjóðanna samþykkt. Farið er fram á að álit Fjármálaeftirlitsins liggi fyrir áður en boðaður sparisjóðsfundur þann 13. ágúst næstkomandi fer fram
1) Virkur eignarhlutur Kaupfélags Skagfirðinga og dótturfyrirtækja

Óskað er álits Fjármálaeftirlitsins á því hvort ekki sé enn til staðar virkur eignarhlutur Kaupfélags Skagfirðinga, dótturfyrirtækja og stjórnenda þeirra.
a) Kaupfélagssamsteypan hefur dreift hlutum sínum sem úrskurðaðir höfðu verið virkir eignarhlutir m.a á eftirtalda aðila:
Kaupfélag Borgfirðinga kt. 6801696679 169 hlutir = 4,80%
VSP Fjárfestingabanki kt. 5104002670 (áður hlutur í eigu Fjárfestingafélags Sparisj.) 170 hlutir = 4,83%
Sparisjóður Vestmannaeyja kt. 6102695839 173 hlutir = 4,91%
Trek ehf kt. 6306033310 168 hlutir = 4,77%. Eigandi Trek ehf er Knútur G Hauksson. Knútur er fyrrverandi framkvæmdastjóri Olíudreifingar og fyrrverandi forstjóri Samskipa og núverandi forstjóri Heklu. Hann tengist þessum hóp eignarlega, stjórnunarlega og í gegnum ýmis hagsmuna og viðskiptatengsl.
Skorri Gíslason kt. 1010755599 (sonur Gísla Kjartanssonar sparisjóðsstj. SPM ofl.) 84 hlutir = 2,39%
Steinar Jónsson kt. 809725399 (bróðir Ólafs Jónssonar sparisj.stj. SPS og stjórnarform. Sparisj. Skagafjarðar) 165 hlutir = 4,69%
Þrísteinn ehf. kt. 481106-1090 fékk 118 hluti (3,32%) af hlut Kaupfélagssamsteypunar (fékk einnig hluti frá aðilum tengdum KS ásamt hlutum frá einstaklingum og fer nú með 179 hluti eða 5,09% stofnfjár í sparisjóðnum). Eigandi Þrísteins er Gunnar Halldór Sverrisson. Gunnar er forstjóri og í stjórn Íslenskar Aðalverktaka og einn aðaleigandi. Hann tengist þessum hóp eignarlega, stjórnunarlega og í gegnum ýmis hagsmuna og viðskiptatengsl.
Sparisjóður Mýrasýslu kt. 610269-5409 fékk stofnbréf frá KS samstæðunni fyrir síðustu stofnfjáraukningu (5%) og fékk svo viðbót við endurúthlutun (0,36%) vegna stærðar sinnar (bréf sem gengu af fóru til stærstu aðila).
Samanlagt fengu þeir aðilar sem nafngreindir eru hér að ofan frá Kaupfélagi Skagfirðinga og dótturfyrirtækjum þess um 1047 hluti sem samsvara 29,71% stofnfjár í Sparisjóði Skagafjarðar. Við þetta bætast þau stofnbréf sem SPM hafði áður fengið frá KS samstæðunni, 5% og endurúthlutunin sem SPM fékk vegna stærðar síns hlutar. Miðað við fjölda hluta sem hver aðili fékk og dreifingu þeirra virðist að annað hvort hafi verið um framsal til málamynda að ræða eða að tilgangurinn með þessum tilfærslum hafi verið að gera hlutina virka varðandi atkvæðagreiðslur og ákvarðanatöku innan sjóðsins. Eftir er 5% hlutur í Sparisjóði Skagafjarðar á nafni Fiskiðju Skagfirðinga, eins af dótturfélögum Kaupfélags Skagfirðinga. Óskað er álits Fjármálaeftirlitsins á því hvort hér sé ekki enn um virkan eignarhlut að ræða m.a í ljósi tengsla ofangreindra aðila og framseljandans. b) Ennfremur er óskað álits á því hvernig fara eigi með atkvæði og leyfi til að taka umboð hjá eftirtöldum stjórnendum Kaupfélags Skagfirðinga og dótturfyrirtækja: Sigurjóni Rúnari Rafnssyni kt. 281265-5399 aðstoðarkaupfélagsstjóra Kaupfélags Skagfirðinga sem á 2 hluti (0,06%) í Sparisjóði Skagafjarðar, Jóns E. Friðriksson kt. 231054-2789 sem á 2 hluti (0,06%) og er framkv.stj. Fiskiðju Sauðárkróks, sem á 5% og einnig framkvæmdastjóri Fiskseafood sem er í eigu Kaupfélagssamstæðunnar, Ágústs Guðmundssonar kt. 231155 2449 skrifstofustjóra hjá Kaupfélagi Skagfirðinga sem jafnframt situr í stjórnum dótturfyrirtækja Kaupfélags Skagfirðinga sem á 1 hlut (0,03%) í Sparisjóði Skagafjarðar. Magnúsar Svavarssonar kt. 281054-2609 sem á einn hlut (0,03%) og er framkvæmdastjóri Vörumiðlunar, dótturfyrirtækis Kaupfélags Skagfirðinga Saman fara þessir aðilar ásamt Kaupfélagi Skagfirðinga og dótturfyrirtækjum með meira en 5% stofnfjár í Sparisjóði Skagafjarðar.
c) Tengsl manna í stjórnunarstöðum hjá Kaupfélagi Skagfirðinga ásamt dótturfyrirtækjum gegnum stjórn, fulltrúaráð Samvinnutrygginga og skilanefnd Samvinnutrygginga við aðila sem fengu hluti þegar Kaupfélagssamsteypan og stjórnendur hennar losuðu um eignahlut sinn sem úrskurðaður hafði verið virkur.
Í stjórn Eignarhaldsfélaganna Samvinnutrygginga og andvöku G.F.
Formaður Þórólfur Gíslason Kaupfélagsstjóri Kaupfélags Skagfirðinga og forsvarsmaður fyrirtækjasamsteypu KS. Kaupfélag Skagfirðinga og dótturfyrirtæki þess hafa til skamms tíma farið með virkan eignarhlut í Sparisjóði Skagafjarðar og er nú 5% hlutur skráður á Fiskiðju Sauðárkróks. Aðrir í stjórn sem tengjast beint Sparisjóði Skagafjarðar og málefnum hans eru Guðsteinn Einarsson Kaupfélagsstjóri Kaupfélags Borgfirðinga en KB á 4,80% hlut í Sparisjóði Skagafjarðar sem var hluti af virkum eignarhlut KS. Í stjórninni situr einnig Ólafur Friðriksson sem á 0,11% hlut í Sparisjóði Skagafjarðar.
Í fulltrúaráði Samvinnutrygginga eru m.a.
Hrólfur Ölvisson kt. 2606602689                     156 hlutir (4,43%) í Sparisj. Skagafjarðar
Gísli M. Auðbergsson                                       seldi nýverið sinn hlut
Stefán Logi Haraldsson kt. 161162-3619        158 hlutir (4,49%) í Sparisjóði Skagafjarðar
Jón E. Friðriksson kt. 231054-2789                 2 hlutir (0,06%) Framkv.stj. Fiskiðju Sauðárkróks, sem á 5% (í eigu KS samstæðunnar).
Í skilanefnd Samvinnutrygginga situr Kristinn Hallgrímsson kt. 1609574929 sem á 171 stofnbréf (4,86%) svo og Sigurður Jónsson endurskoðandi KPMG sem hefur átt margvísleg tengsl við þá aðila er hér greinir ofl. sem tengjast málefnum Sparisjóðs Skagafjarðar nú. Hann hefur verið ráðgjafi stjórnar Sparisjóðs Skagafjarðar og séð um uppkjör fyrir sjóðinn (sjá nánar í sérstökum athugasemdum varðandi hæfi Sigurðar Jónssonar). Sigurður vann að samrunaáætlun Sparisjóðs Siglufjarðar og Sparisjóðs Skagafjarðar ásamt Sigurjóni Rúnari Rafnssyni kt. 281265-5399 aðstoðarkaupfélagsstjóra Kaupfélags Skagfirðinga sem á 2 hluti (0,06%) í Sparisjóði Skagafjarðar.
Þessir menn sem hér greinir tengjast ennfremur í gegnum setu í ýmsum stjórnum og viðskiptagjörnina sem ástæða er til að fara yfir með tilliti til tengsla aðila.
Þegar Kaupfélag Skagfirðinga, dótturfyrirtæki og stjórnendur innan Kaupfélagssamstæðunnar losuðu sig við hluti sem úrskurðaðir höfðu verið virkir seldu þessir aðilar stóra hluti til þessara tilgreindu aðila sem tengjast þeim í gegnum eignarhaldsfélag Samvinnutrygginga. Miðað við fjölda hluta sem hver aðili fékk og dreifingu þeirra virðist tilgangurinn með þessum tilfærslum hafa verið að gera hlutina virka. Sölur einstaklinga í tengslahópi KS til utanhéraðsmanna (les S-hóps) voru gerðar eftir breytingar á lögum um fjármálafyrirtæki. Óskað er álits Fjármálaeftirlitsins á því hvernig fara skuli með atkvæðisrétt á fundum stofnfjárhafa með tilliti til þessar tengsla, aðferðar við útdeilingu bréfa og forsögu málsins þ.m.t úrskurðar hæstaréttar varðandi meðferð á virkum eignahlut KS samstæðunnar.
2) Sparisjóður Mýrasýslu og Gísli Kjartansson
Sparisjóður Mýrarsýslu á nú 5,34% í Sparisjóði Skagafjarðar, Sparisjóðsstjóri Sparisjóðs Mýrasýslu, Gísli Kjartansson á jafnframt 0,11% í sparisjóðnum. Gísli Kjartansson gegnir stjórnarformennsku í Sambandi íslenskra Sparisjóða. Sparisjóður Vestmannaeyja á 4,91% hlut í Sparisjóði Skagafjarðar og Sparisjóður Þórshafnar 2,27%. Óskað er álits Fjármálaeftirlitsins á því hvort að þessir tveir sparisjóðir ásamt Sparisjóði Mýrasýslu sem á 5,34% í Sparisjóði Skagafjarðar séu ekki tengdir aðilar og í ljósi stjórnarformennsku Gísla Kjartanssonar í sparisjóðasambandinu. Þá er Ólafur Elísson, sparisjóðsstjóri Sparisjóðs Vestmannaeyja í stjórn Sambands sparisjóða og í stjórn VBS fjárfestingabanka hf.
Einnig er óskað eftir því að gengið verði úr skugga um hvort að einhverjar kvaðir hvíla á stofnbréfum þessarra aðila svo sem er varðar forkaupsrétt á bréfunum. Ennfremur eignaðist Fjárfestingafélag sparisjóðanna 4,83% hlut í Sparisjóði Skagafjarðar þegar Kaupfélag Skagfirðinga, dótturfyrirtæki og stjórnendur losuðu bréf sín. Fjárfestingafélag sparisjóðanna hefur nú verið lagt niður, en á aðalfundum VBS fjárfestingarbanka hf. og FSP hf. (Fjárfestingarfélag Sparisjóðanna), sem haldnir voru 30. apríl 2007 var samþykkt að sameina félögin undir nafni VBS fjárfestingarbanka hf.  Gísli Kjartansson gegnir nú stjórnarformennsku í VBS fjárfestingabanka hf. Ætla verður að stofnbréf í Sparisjóði Skagafjarðar hefðu átt að fylgja með í þessari sameiningu en ekki hefur verið tilkynnt um eignabreytingar. Óskað er álits Fjármálaeftirlitsins á því hvaða áhrif það hefur á atkvæðisrétt á stofnfjárfundum í Sparisjóði Skagafjarðar og í Sparisjóði Siglufjarðar verði samrunaáætlun sparisjóðanna samþykkt. Ennfremur er óskað álits á því hvort að stjórnarformennska Gísla Kjartanssonar í VBS ásamt þeim tengslum sem rakin eru hér að ofan geri það að verkum að þessir aðilar teljist tengdir eða í samstarfi og fari því með meira en 5% af heildaratkvæðismagni.  Þá verður að hafa í huga að Gísli Kjartansson hefur knúið mjög á um þann samruna sem lagt er til að eigi sér stað og hefur haft mikil áhrif á hvernig að málum hefur verið staðið og kynningu þeirra. Má í því sambandi einnig benda á bréf sem kvartað hefur verið yfir við FME en það barst stofnfjárhöfum í Sparisjóði Skagafjarðar í dag. Bréfið er merkt SPM, sent fyrir hönd stjórnar sama sparisjóðs en póstlagt á Siglufirði. Því má ætla að Gísli Kjartansson í gegnum áhrif sín sem að ofan greinir, tengi enn frekar saman þessa aðila.
Sonur Sparisjóðsstjóra SPM Gísla Kjartanssonar Skorri Gíslason fékk 2,39% hlut í Sparisjóði Skagafjarðar þegar Kaupfélag Skagfirðinga ásamt dótturfyrirtækjum deildi út stofnfjárhlutum sem áður höfðu verið úrskurðaðir sem virkur eignarhlutur. Óskað er eftir því að FME taki einnig afstöðu til þess hvort að sú stofnbréfaeign hafi áhrif á atkvæðisrétt á fundum stofnfjárhafa.
3) Tengsl Óskars Norðmann og Kristinns Hallgrímssonar í gegnum lögmannstofuna Fulltingi.
Óskar Norðmann kt. 2411655909 og Kristinn Hallgrímsson eiga og reka saman lögmannsstofuna Fulltingi. Óskar á nú 158 hluti í Sparisjóði Skagafjarðar (4,49%) og Kristinn Hallgrímsson (sem einnig er hér fjallað um í tengslum við Eignarhaldsfélag Samvinnutrygginga og samstæðu Kaupfélags Skagfirðinga ásamt stjórnendum) 171 hlut (4,86%). Báðir þessir aðilar kaupa á síðasta vori þegar KS og stjórnendur selja hluti frá sér. Líta verður svo á að hér sé um tengda aðila að ræða bæði innbyrðis og við KS samstæðuna og stjórnendur hennar og er óskað álits Fjármálaeftirlitsins á því og hvernig skuli fara með atkvæðisrétt þeirra og hæfi til að fara með umboð fyrir aðra stofnfjárhafa.
Virðingarfyllst,    
9. ágúst 2007
_____________________________
Bjarni Jónsson kt. 0606663939
F.h Fræðaveitunnar ehf. kt. 470406-1270
stofnfjáreiganda í Sparisjóði Skagafjarðar


 Bókun Bjarna Jónssonar:

Bókun - Aðalfundur Sparisjóðs Skagafjarðar 13. ágúst 2007

Sú atkvæðaskrá sem liggur fyrir fundinum er röng. Í henni er ekki tekið tillit til bersýnilegra tengsla aðila og virkra eignahluta sem eru til staðar. Ákvarðanir sem teknar yrðu á þessum grunni eru því ekki lögmætar. Aðalfundur stofnfjáreigenda í Sparisjóði Skagafjarðar og aukafundur Sparisjóðs Siglufjarðar  sem boðaður var með fyrirvara um að samrunaáætlun sparisjóðanna yrði samþykkt geta því ekki farið fram með lögmætum hætti.
Ekki hefur verið tilkynnt eins og lög og reglur kveða um á til FME um breytingar á virkum eignarhlut Kaupfélags Skagfirðinga (KS) ásamt dótturfyrirtækjum og stjórnendum þeirra. Sá virki eignarhlutur sem áður hefur verið úrskurðað um er því enn til staðar og allt framsal þeirra eignarhluta ólögmætt. Stórum hluta stofnbréfa Kaupfélags Skagfirðinga ásamt dótturfyrirtækja sem úrskurðaðir höfðu verið virkir hefur verið dreift á eftirtalda aðila: Kaupfélag Borgfirðinga (169 hlutir = 4,80%)
VSP Fjárfestingabanki (áður hlutur í eigu Fjárfestingafélags Sparisj., 170 hlutir = 4,83%)
Sparisjóður Vestmannaeyja (173 hlutir = 4,91%)
Trek ehf (168 hlutir = 4,77%.)
Skorri Gíslason (84 hlutir = 2,39%) 
Steinar Jónsson (165 hlutir = 4,69%.)
Þrísteinn ehf. (fékk 118 hluti, 3,32%)
Sparisjóður Mýrasýslu (fékk (5%) og fékk svo viðbót við endurúthlutun (0,36
Samanlagt fengu þeir aðilar sem nafngreindir eru hér að ofan frá KS og dótturfyrirtækjum þess um 1047 hluti sem samsvara 29,71% stofnfjár í Sparisjóði Skagafjarðar. Við þetta bætast þau stofnbréf sem SPM hafði áður fengið frá KS samstæðunni, 5% og endurúthlutunin sem SPM fékk vegna stærðar síns hlutar. Í ljósi fjölda hluta sem hver aðili fékk og dreifingu þeirra er einnig skýrt að tilgangurinn með þessum tilfærslum hafi verið að gera hlutina virka varðandi atkvæðagreiðslur og ákvarðanatöku innan sjóðsins. Þá er einnig um virkan eignarhlut að ræða m.a í ljósi tengsla ofangreindra aðila og framseljandans. Þeir aðilar sem hér greinir tengjast með ýmsum hætti innbyrðis, ásamt við KS og SPM. Þá er um málamyndaframsal að ræða til sumra ofangreindra aðila og á vörslu hluta hvíla kvaðir, svo sem varðandi forkaupsrétt og hvernig hlutirnir eru vistaðir.
Af hlutum Kaupfélags Skagfirðinga (KS) og dótturfyrirtækja er samkvæmt stofnhlutaskrá sparisjóðsins eftir 5% hlutur í Sparisjóði Skagafjarðar á nafni dótturfélags Kaupfélagssamsteypunnar, Fiskiðju Sauðárkróks ehf. (Kt. 540169-0479.) Ekki hefur verið tilkynnt um eigendaskipti á stofnbréfum Fiskiðju Sauðárkróks ehf. sem var yfirtekin af FISK-Seafood (kt. 461289-1269) það misræmi sem hér er til staðar samræmist ekki 8. og 9. gr. samþykkta sparisjóðsins, né lögum og reglum þar um.
Ágúst Guðmundsson einn stjórnenda Kaupfélags Skagfirðinga og dótturfyrirtækja á stofnbréf og ætti að sæta skerðingu atkvæðisréttar vegna stofnfjáreignar KS samstæðunnar.
Þegar Kaupfélag Skagfirðinga, dótturfyrirtæki og stjórnendur innan Kaupfélagssamstæðunnar losuðu sig við hluti sem úrskurðaðir höfðu verið virkir seldu þessir aðilar stóra hluti til skyldra aðila sem tengjast þeim í gegnum eignarhaldsfélag Samvinnutrygginga. Miðað við fjölda hluta sem hver aðili fékk og dreifingu þeirra virðist tilgangurinn með þessum tilfærslum hafa verið að gera atkvæðisrétt virkan.
Sparisjóður Mýrarsýslu á nú 5,34% í Sparisjóði Skagafjarðar, Sparisjóðsstjóri Sparisjóðs Mýrasýslu, Gísli Kjartansson á jafnframt 0,11% í sparisjóðnum. Gísli Kjartansson gegnir stjórnarformennsku í Sambandi íslenskra Sparisjóða. Sparisjóður Vestmannaeyja á 4,91% hlut í Sparisjóði Skagafjarðar og Sparisjóður Þórshafnar 2,27%. Þessir tveir sparisjóðir ásamt Sparisjóði Mýrasýslu sem á 5,34% í Sparisjóði Skagafjarðar eru tengdir aðilar. Í ljósi stjórnarformennsku Gísla Kjartanssonar í VBS fjárfestingabanka hf. og sparisjóðasambandinu og samskipta og viðskipta SPM við ofangreinda sparisjóði eru einnig tengsl til staðar. Þá er Ólafur Elísson, sparisjóðsstjóri Sparisjóðs Vestmannaeyja í stjórn Sambands sparisjóða og í stjórn VBS fjárfestingabanka hf. Þá er bent á að kvaðir eru til staðar á stofnbréfum svo sem er varðar forkaupsrétt. Þetta á að leiða til skerðingar á atkvæðisrétti.
Þá skal bent á að Fjárfestingafélag sparisjóðanna fékk 4,83% hlut í Sparisjóði Skagafjarðar þegar Kaupfélag Skagfirðinga, dótturfyrirtæki og stjórnendur losuðu bréf sín. Fjárfestingafélag sparisjóðanna hefur nú verið lagt niður, en á aðalfundum VBS fjárfestingarbanka hf. og FSP hf. (Fjárfestingarfélag Sparisjóðanna), sem haldnir voru 30. apríl 2007 var samþykkt að sameina félögin undir nafni VBS fjárfestingarbanka hf.  Var Gísli Kjartansson gerður að stjórnarformanni í VBS fjárfestingabanka hf. Ætla verður að stofnbréf í Sparisjóði Skagafjarðar hefðu átt að fylgja með í þessari sameiningu en ekki hefur verið tilkynnt um eignabreytingar. Það samræmist ekki 8. og 9. gr. samþykkta sparisjóðsins, né lögum og reglum þar um. Þessi atriði sem hér eru nefnd og tengslin við Gísla Kjartansson eiga að leiða til skerðingar og eða sviptingar atkvæðisréttar.
Á fundi stjórnar Sparisjóðs Skagafjarðar 10. ágúst var lagt fram framsal á stofnfjárhlutum VBS Fjárfestingabanka hf. til Inga Tryggvasonar. Þó var VBS Fjárfestingabanki hf.  ekki skráður stofnfjáraðili í stofnbréfaskrá sparisjóðsins. Þessi gjörningur er því ekki löglegur. Deginum áður hafði FME birt leiðbeiningar um skerðingu atkvæðisréttar og bar samkvæmt þeim að skerða atkvæðisrétt VBS Fjárfestingabanka hf..  þar sem Gísli Kjartansson spariisjst. SPM, sem á yfir 5% stofnbréfa er jafnframt stjórnarformaður VBS Fjárfestingabanka hf.. Því er hér augljóslega um málamyndagerning að ræða til þess gerðan að virkja stofnbréf  sem nú eru í eigu VBS Fjárfestingabanka hf. til atkvæða á aðalfundi sparisjóðsins þann 13. ágúst. Þá er vakin athygli á því að kaupandi stofnbréfanna, Ingi Tryggvason, er lögfræðingur SPM og telst því mjög tengdur aðili gagnvart SPM og Gísla Kjartanssyni. Slíkt á einnig að leiða til skerðingar á atkvæðisrétti en þess sér ekki stað í atkvæðaskrá þessa fundar.
Sonur Sparisjóðsstjóra SPM Gísla Kjartanssonar, Skorri Gíslason fékk 2,39% hlut í Sparisjóði Skagafjarðar þegar Kaupfélag Skagfirðinga ásamt dótturfyrirtækjum deildi út stofnfjárhlutum sem áður höfðu verið úrskurðaðir sem virkur eignarhlutur. Atkvæðisrétt vegna þeirra bréfa ber að skerða vegna ólögmæts framsals á bréfum KS samstæðunnar og tengsla við Gísla Kjartansson sparisjóðsstjóra SPM.
Óskar Norðmann og Kristinn Hallgrímsson eiga og reka saman lögmannsstofuna Fulltingi. Óskar á nú 158 hluti í Sparisjóði Skagafjarðar (4,49%) og Kristinn Hallgrímsson sem einnig tengist Eignarhaldsfélagi Samvinnutrygginga og samstæðu Kaupfélags Skagfirðinga ásamt stjórnendum 171 hlut (4,86%). Þeir og lögmannsstofa þeirra tengjast einnig stjórnendum KS með margvíslegum öðrum hætti. Báðir þessir aðilar kaupa stofnbréf þegar KS og stjórnendur selja hluti frá sér. Líta verður svo á að hér sé um tengda aðila að ræða bæði innbyrðis og við KS samstæðuna og stjórnendur hennar. Því ber að skerða atkvæðisrétt þessarra aðila og taka tillit til þeirrar skerðingar við gerð atkvæðaskrár þeirrar sem hér liggur fyrir. Það hefur ekki verið gert.
Vegna þeirra annmarka sem hér eru raktir á atkvæðaskrá þeirri sem liggur fyrir fundinum yrðu allar atkvæðagreiðslur og afgreiðslur sem fram fara á fundinum ólöglegar og þess krafist að fundurinn verði úrskurðaður ólöglegur.
Ég undirritaður sem fer með stofnbréf í Sparisjóði Skagafjarðar fyrir Fræðaveituna ehf. áskil mér rétt til að láta reyna á lögmæti ákvarðana sem teknar verða á fundinum og grundvallast á rangri atkvæðaskrá sem liggur fyrir fundinum.
Bjarni Jónsson kt. 0606663939
F.h Fræðaveitunnar ehf. kt. 470406-1270
stofnfjáreiganda í Sparisjóði Skagafjarðar

Bókun Gísla Árnasonar:

Ég sem stofnfjárhafi í Sparisjóði Skagafjarðar, mótmæli framlagningu þessarar tillögu um samruna Sparisjóðs Skagafjarðar og Sparisjóðs Siglufjarðar þar sem ársreikningar Sparisjóðs Siglufjarðar síðustu þrjú árin, sameiginlegur efnahags- og rekstrarreikningur og skýrsla matsmanna og yfirlýsing voru ekki til reiðu fyrir stofnfjárhafa í Sparisjóði Skagafjarðar með lögbundnum fyrirvara, en samkvæmt 124. grein laga frá 1995 nr. 230 um hlutafélög, 5. málsgrein, skulu m.a. ofangreind skjöl lögð fram til skoðunar fyrir hluthafa á skrifstofu hvers samrunafélags um sig og enn fremur látin hverjum skráðum hluthafa í té án endurgjalds samkvæmt beiðni í síðasta lagi mánuði fyrir hluthafafundinn.  Umrædd gögn fékk ég afhent 9. ágúst síðastliðinn, síðar sama dag og ég legg fram skriflega beiðni þess efnis með vísan í lög.   Það skal tekið fram að umbeðin gögn voru útprentanir úr tölvu, án undirskriftar stjórnar eða endurskoðanda. 
Ég tel samrunaáætlun Sparisjóðs Skagafjarðar og Sparisjóðs Siglufjarðar ólöglega, þar sem tillaga um samruna sjóðanna var borin upp innan stjórnar í nóvember síðastliðnum af Ólafi Jónssyni formanni stjórnar Sparisjóðs Skagafjarðar og sparisjóðsstjóra Sparisjóðs Siglufjarðar en Ólafur má ekki sitja í stjórn sjóðsins samkvæmt 23. grein, 3. málsgrein samþykkta Sparisjóðs Skagafjarðar.
Ennfremur tel ég samrunaáætlun Sparisjóðs Skagafjarðar og Sparisjóðs Siglufjarðar ólöglega í heild sinni, þar sem hún er unnin af Sigujóni Rúnari Rafnssyni og Sigurði Jónssyni, endurskoðanda hjá KPMG, en Sigurjón er vanhæfur til setu í stjórn Sparisjóðs Skagafjarðar samkvæmt 23. grein, 3. málsgrein samþykkta Sparisjóðs Skagafjarðar sem yfirmaður innlánsdeildar Kaupfélags Skagfirðinga.
Undirritaður telur sig hafa ástæðu til að efast um hæfi Sigurðar Jónssonar endurskoðanda hjá KPMG til að vinna að málefnum Sparisjóðs Skagafjarðar og umdeildri og óvandaðri samrunaáætlun.  Sigurður hefur átt margvísleg tengsl og hagsmuni í gegnum störf sín fyrir stóra aðila sem vinna að yfirtöku á Sparisjóði Skagafjarðar með samruna við Sparisjóð Siglufjarðar.  Er þar átt við stjórnendur Kaupfélags Skagfirðinga ásamt dótturfyrirtækjum, aðila sem tengjast stjórnendum Kaupfélagssamstæðunnar m.a. í gegnum eignarhaldsfélag Samvinnutrygginga og framsal á stofnbréfum til sömu aðila, sem höfðu verið úrskurðuð virkur eignarhlutur í höndum Kaupfélagssamstæðunnar og stjórnenda hennar.
Það má gagnrýna að stjórnin skuli svo lengi hafa staðið gegn stofnfjáraukningu og ekki einu sinni lagt hana til sem varaleið ef samruni yrði ekki samþykktur.  Sigurður sem endurskoðandi hefði átt að benda stjórninni á þetta en virðist ekki hafa gert.  Það er bara einblínt á eina leið.  Ef til að mynda hefði verið farið í stofnfjáraukningu fyrir ári væri staða Sparisjóðs Skagafjarðar ennþá sterkari. 
Einnig ber ég brigður á verðmat Sigurðar Jónssonar, endurskoðanda KPMG. á Sparisjóði Skagafjarðar þar sem lítið tillit er tekið til mestu verðmæta sjóðsins, sem eru umtalsverðir vaxtarmöguleikar hans á starfssvæði sínu.
Ég beini því til fundarins og fundarstjóra að staðið sé löglega að töku ákvarðana á fundinum.
Ég sem stofnfjáreigandi í Sparisjóði Skagafjarðar, hafandi gert þessar athugasemdir, áskil mér rétt til að láta reyna á lögmæti ákvarðana fundarins fyrir dómstólum.
Gísli Árnason, kt. 190661-3939
Stofnfjárhafi í Sparisjóði Skagafjarðar.

Sjá frétt RÚV HÉR og HÉR