Fara í efni

Samtök starfsmanna í almannaþjónustu bera saman bækur sínar


Frá fundi forsvarsmanna norrænna samtaka launafólks í húsakynnum BSRB

Forsvarsmenn samtaka launafólks í almannaþjónustu komu saman til fundar í Reykjavík í vikunni til árlegs samráðsfundar síns. Um er að ræða öll stærstu heildarsamtök á þessu sviði og eru þau sambærileg að uppbyggingu og BSRB er hér á landi. Á öllum Norðurlöndunum  er við svipuð viðfangsefni að glíma og eru t.d. alls staðar uppi kröfur, af hálfu fjármagnseigenda og atvinnurekendasamtaka, um einkavæðingu velferðarþjónustunnar. Fram kom að talsmenn slíkrar stefnu reyndu jafnan að forðast umræður um reynsluna af slíkum skipulagsbreytingum. Það var samdóma álit allra fulltrúa að samtökum launafólks í almannaþjónustu bæri að leggja áherslu á það í öllu sínu starfi að bæta þjónustuna við samfélagið og stuðla þannig að raunverulegum framförum.

Sjá nánar:  http://www.bsrb.is/news.asp?id=0&news_ID=613&type=one