Fara í efni

SAMSTÖÐIN SJÓNVARPAR

Þakkarvert þykir mér að Samstöðin skuli gera hlustendum sínum kleift að horfa á fundinn sem fram fór í Safnahúsinu í gær (laugardag) með ísraelska og heimskunna blaðamanninum Gídeon Levy. Hvorki Ríkissjónvarpið né Stöð 2 höfðu tíma til að sinna þessum fundi og var því heppilegt að Samstöðin skyldi hafa sýnt honum þann áhuga sem raun ber vitni. Þakkir til Samstöðvarinnar og Boga Reynissonar sem tók fundinn upp á myndband. https://samstodin.is/clips/israel-palestina-hver-er-framtidin/