Fara í efni

SAMSTÖÐIN BIRTIR MYNDBAND AF FUNDINUM UM MANNRÉTTINDI Í TYRKLANDI

Þakkarvert þykir mér að Samstöðin skuli birta myndband af fundi sem ég boðaði til ásamt öðrum síðastliðinn miðvikudag í Safnahúsinu við Hverfisgötu í Reykjavík.
Við vorum þá nýkomin úr för til Tyrklands að safna upplýsingum um mannréttindi í Tyrklandi með höfuðáherslu á pólitíska fanga, Denis O´Hearn prófessor við El Paso háskólann í Texas en hann er sérfróður um fangelsismál, Laura Castel þingkona frá Spáni, en hún á sæti á þingi Evrópuráðsins eins og ég sjálfur átti um árabil.
Með okkur á fundinum var síðan Havin Guneser em hefur þýtt helstu verk Abdulllah Öcalan, helsta leiðtoga Kúrda sem haldið hefur verið í einangrunarfangelsi á Imrali eyju I Marmarahafi skammt undan strönd Istanbúl síðan í ársbyrjun 1999 eða í nær aldarfjóðrung.

Fundurinn fór fram á ensku en hann er hér í boði Samstöðvarinnar.

https://www.youtube.com/watch?v=iiX9y5sGFCE