Fara í efni

SAMSTAÐA VIÐ ALÞINGISHÚSIÐ KLUKKAN 12 Á LAUGARDAG TIL STUÐNINGS JULIAN ASSANGE OG WIKILEAKS: VERJUM FRJÁLSA FRÉTTAMENNSKU!

Julian Assange.PNG (3)Efnt verður til samstöðu við Alþingishúsið í hádeginu laugrdaginn 8. október á milli klukkan tólf og eitt til þess að krefjast þess að Julian Assange, stofnandi Wikileaks, verði þegar í stað látinn laus úr fangelsi í Bretlandi og að fallið verði frá því að framselja hann til Bandaríkjanna. Þar yrðu honum birtar ákærur sem varða fangelsisvist til æviloka.

Sakirnar á hendur Julian Assange eru þær að hafa komið á framfæri upplýsingum um stríðsglæpi Bandaríkjamanna og bandamanna þeirra í írak, Afghanistan og víðar. Þessar upplýsingar voru birtar í öllum helstu fjölmiðlum um allan heim enda þóttu þær mikilvægt innlegg í umræðu um ofbeldi og mannrþettindabrot.

Á sama tíma og safnast er saman fyrir framan Alþingishúsið er efnt til sams konar fundar við breska þingið í London. Með þessu móti eru þingmenn þar og hér hvattir til að beita sér fyrir því að látið verði af ofsóknum á hendur Julian Assange og Wikileaks.

Þingmenn, fjölmiðlafólk og allur almenningur verða að rísa upp til varnar Julian Assange og þar með frjálsri fjölmiðum. Ofsóknir á hendur Wikileaks og Julian Assange beinast gegn tjáningafrelsinu og þar með lýðræðinu.

Samstöðufundurinn er haldinn til varnar tjáningarfrelsi og lýðæði og jafnframt er honum ætlað að vera hvatning til íslenska þingmanna og ríkisstjórnar að taka afgernadi afstöðu: Krefjast þess að Julian Assange verði þegar í stað látinn laus úr haldi og að bresk yfirvöld og Bandaríkjastjórn láti af ofsóknum í hans garð.