Fara í efni

SAMSTAÐA MEÐ PALESTÍNU - AUSTURVÖLLUR ÞRIÐJUDAG KL 17.

PALESTÍNA 2 - mai 2018
PALESTÍNA 2 - mai 2018

Palestínumenn á Gaza, Vesturbakkanum, Austur-Jerúsalem og um allan heim safnast saman þriðjdaginn 15. maí til að minnast þess að 70 ár eru liðin frá upphafi hörmunganna (Nakba) þegar helmingur palestínsku þjóðarinnar var hrakinn í útlegð - og hefur ekki fengið að snúa aftur til heimkynna sinna síðan.

Krafan dagsins er réttur flóttafólks til heimkomu.

Samstöðuhreyfingin með Palestínu um heim allan mun þennan dag styðja kröfu dagsins og rétt Palestínumanna til að lifa við mannréttindi og frið í sínu landi.

Í Reykjavík verður haldinn samstöðufundur á Austurvelli.
Stutt ávörp flytja Salmann Tamimi, Sema Erla Serdar og Ögmundur Jónasson