Fara í efni

RITSKOÐUN?

Þöggun eða
Þöggun eða


Margir verða nú til þess að taka upp hagsmunagæslu fyrir klámiðnaðinn. Flestir gera það undir formerkjum tjáningarfrelsis. Í gær skýrði ég frá því að ég hefði falið refsiréttarnefnd að semja frumvarp sem skilgreini klám nánar en nú er gert í almennum hegningarlögum en jafnframt yrði settur á laggirnar starfshópur sem hefði það verkefni að korleggja úrræði fyrir lögreglu að framfylgja lögum - slík kortlaggning ætti ennfremur að ná til kláms á netinu.

Þessar fréttir voru varla komnar út þegar netið logaði stafna á milli. Ritskoðun! Höft á tjáningarfrelsi!!
Á síðasta ári fengum við heimsókn bandarískrar fræðikonu Gail Dines sem flutti fyrirlestur um klámvæðingu netsins og hvernig fólk væri misnotað þar á hrikalegan hátt í gróðaskyni. (Hér að neðan er slóð þar sem nálgast má fyrirlesturinn.) Bandaríska fræðikonan lýsti því vel hvernig þessu efni væri síðan þröngvað inn á samfélögin þar sem ungviðið ælist upp við ofbeldisklám sem kynfræðslu. Hér á landi höfðu fagaðilar í málaflokknum lýst áhyggjum sínum af tengslum kláms og kynferðisbrota.

Viljum við þetta? Er það svona sem fólk vill skilgreina frelsið? Getur verið að fólk vilji í það minnsta ekki ræða þetta? Og þá einnig leiðir til úrbóta? Eða vilja menn ekki umræðuna? Vilja menn kannski banna hana? Gera lítið úr þeim sem vilja taka þessa umræðu og gera þeim upp skoðanir? Var einhver að tala um ritskoðun - eða þöggun?

http://www.innanrikisraduneyti.is/utgefid-efni/upptokur/nr/28290

Sjá umfjöllun ma.:
http://smugan.is/2013/01/vilja-loka-a-klamid-frumvarp-i-smidum/
http://www.mbl.is/frettir/innlent/2013/01/22/klamtakmorkun_ekki_ritskodun/
http://eyjan.pressan.is/frettir/2013/01/22/varsla-a-klami-verdi-bonnud-og-lokad-a-efni-erlendis-fra/
http://www.dv.is/frettir/2013/1/22/vill-loka-klamid/