Fara í efni

RÉTTLÆTANLEGUR SAMANBURÐUR? SVAR: JÁ

Í morgun fékk ég senda í tölvupósti myndasyrpuna hér að neðan. Hún er áhrifarík. Annars vegar af ofsóknum á hendur gyðingum frá valdaskeiði Nasista og hins vegar af ofsóknum á hendur Palestínumönnum af hálfu Ísraela.
Stundum er eins og við - flest hver -  höldum að ofbeldið og hinir raunverulegu glæpir gegn mannkyni séu fyrri tíma mál; að við áttum okkur ekki á því sem er að gerast fyrir augunum á okkur NÚNA. Á sama tíma og Bandaríkjamenn - ríkisstjórnin þar í landi, jakkaflataklædd og á drögtum (föt, skrifstofur og öll valdatáknin blekkja) - lét pynta unga drengi í Guantanamó báðu Íslendingar "vinaþjóðnina" í vestri um vernd gegn öllu illu!
Verum gagnrýnin á samtímann. Gleymum ekki Palestínu!