Fara í efni

RÁÐSTEFNA UM LÝÐRÆÐI

World Forum - Democracy
World Forum - Democracy

Á miðvikudag hefst í Strasbourg í Fraklandi mjög áhugaverð ráðstefna um lýðræði og valkosti í þeim efnum á tölvuöld. Ráðstefnan stendur fram á föstudag og kallast hún á ensku World Forum for Democracy, en undirtitill er, Rewiring Democracy: Connecting institutions and citizens in the digital age.http://www.coe.int/en/web/world-forum-democracy/home  
Mitt framlag snýr að beinu lýðræði og hvaða áhrif ætla megi að það hafi á stjórnmálaflokka þegar fram líða stundir.
Ráðstefnan sjálf er afar viðmikil og í tengslum við hana er efnt til margvíslegra funda og málstofa um tengd efni.
Sem innanríkisráðherra á síðasta kjörtímabili beitti ég mér mjög fyrir því að efla hvers kyns rafræna þjónustu og búa í haginn fyrir rafrænt lýðræði. Auk lagabreytinga og frumvarpa sem sum hver bíða enn afgreiðslu, var efnt til mikillar umræðu um lýðræðismálin.
Ég læt hér fylgja nokkrar slóðir á umfjöllun um slíka fundi en sumir þeirra voru teknir upp og því aðgengilegir á myndbandi. Það eigum við að þakka Flensborgarskóla en fjölmiðladeildin þar er sér í flokki sökum ágætis síns. Prýðisgott samstarf tókst með henni og Innanríkisráðuneytinu um framsetningu á þessu efni.
Hér eru nokkrar slóðir á fundi og frásagnir af þeim:
http://www.netsamfelag.is/index.php/lydhraedhi-og-stjornmal/beint-lydhraedhi-i-idhno/272-beint-lydhraedhi
https://www.ogmundur.is/is/greinar/ad-framleida-skodanir
https://www.ogmundur.is/is/greinar/lydraedi-a-nyrri-old
https://www.ogmundur.is/is/greinar/lydraedi-a-21-oldinni-valdid-til-folksins
https://www.ogmundur.is/is/greinar/valdid-til-folksins