Fara í efni

ÖRN ÞORVALDSSON ÁVARPAR NÁTTÚRUVERNDARFÓLK: ÍSLENDINGAR VAKNIÐ!

Bændablaðið hefur í seinni tíð vera einn kröftugasti fjölmiðill landsins. Bændablaðið er að vinna sér þann sess í hugum okkar margra að blaðið verði maður að lesa vilji maður fylgjast með því markverðasta sem fram kemur í þjóðmálaumræðunni.
Ritstjórnargreinar Bændablaðsins hafa verið afbragðsgóðar og sömuleiðis fréttaefni. Þá er að nefna greinar í blaðinu sem margar hverjar eru í senn fróðlegar og vekjandi.
Ein slík birist í síðasta tölublaði og er eftir Örn Þorvaldsson, sem tiltlar sig undir greininni sem umhverfisverndarsinna, rafiðnaðarmann og fyrrverandi starfsmann Landsvirkjunar og Landsnets.
Yfirskrift greinarinnar er Íslendingar vaknið - Náttúran og orkupakki 3 eru andstæður!
Oft hef ég furðað mig á þögn umhverfisverndarfólks í umræðunni um orkumálin á undanförnum mánuðum. Þar er ég náttúrlega ekki að tala um menn á borð við Hjörleif Guttormsson og Ómar Ragnarsson og þeirra líka sem láta ekki stundarhagsmuni í stjórnmálum villa sér sýn. Ég á við þá sveit fólks sem sýnt hefur að í hjarta sínu beri það hag íslenskrar náttúru fyrir brjósti.
Þetta fólk ávarpar Örn Þorvaldsson í grein sinni og hvet ég þetta fólk sérstaklega til að lesa hana:  http://www.bbl.is/frettir/skodun/islendingar-–-vaknid-natturan-og-orkupakki-3-eru-andstaedur/21334/