Fara í efni

OPINN FUNDUR MEÐ UMBOÐSMANNI ALÞINGIS

Stjórnskipunar og eftirlitsn 2015 sept
Stjórnskipunar og eftirlitsn 2015 sept

Í morgun var haldinn fundur í Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis með umboðsmanni Alþingis, Tryggva Gunnarssyni og fleiri starfsmönnum embættis Umboðsmanns Alþingis. Fundurinn var opinn og var honum sjónvarpað.

Efni fundarins var skýrsla embættis Umboðsmanns Alþingis  fyrir árið 2014.

Ekki ætla ég að tíunda hér í þaula umræðuefni fundarins en nefna umhugsunarvert atriði sem fram kom hjá umboðsmanni, nefnilega að stjórnsýslan sé, að hans mati, verr í stakk búin en fyrr á tíð að taka þátt í norrænu samstarfi;  tengslin við hinn „norræna menningarheim" væru að rofna með yngstu kynslóð starfsmanna Stjórnarráðsins.

Þetta væri bagalegt, sagði umboðsmaður, m.a. vegna þess að við hefðum reitt okkur á norræn samskipti og iðulega byggt á vinnu á Norðurlöndunum þegar við mótuðum íslenska löggjöf.

Það er augljóst að við þurfum að efla kennslu í dönsku eða öðrum norrænum tungumálum ef við viljum komast hjá því að rjúfa þau tengsl sem umboðsmaður Alþingis gerði að umræðuefni.

Opinn fundur Stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar : http://www.althingi.is/altext/upptokur/nefndafundur/?faerslunr=37